Vísað úr landi þrátt fyrir stoðkerfisverki

Flóttafólk á Íslandi | 5. nóvember 2019

Vísað úr landi þrátt fyrir stoðkerfisverki

Læknisvottorð sem 26 ára þunguð albönsk kona fékk í hendurnar í gærnótt staðfesti að hún myndi eiga erfitt með langt flug vegna stoðkerfisvandamála. Samt var hún send úr landi, komin tæpar 36 vikur á leið.

Vísað úr landi þrátt fyrir stoðkerfisverki

Flóttafólk á Íslandi | 5. nóvember 2019

Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand …
Myndin er tekin á meðgöngudeild þar sem ljósmóðir mat ástand konunnar. Ljósmynd/No Borders Iceland

Læknisvottorð sem 26 ára þunguð albönsk kona fékk í hendurnar í gærnótt staðfesti að hún myndi eiga erfitt með langt flug vegna stoðkerfisvandamála. Samt var hún send úr landi, komin tæpar 36 vikur á leið.

Læknisvottorð sem 26 ára þunguð albönsk kona fékk í hendurnar í gærnótt staðfesti að hún myndi eiga erfitt með langt flug vegna stoðkerfisvandamála. Samt var hún send úr landi, komin tæpar 36 vikur á leið.

Í tilkynningu frá Útlendingastofnun sem send var út fyrr í dag kom fram að í vott­orðinu kæmi ekkert fram um að flutn­ing­ur úr landi myndi stefna ör­yggi henn­ar í hættu og því var fyr­ir­huguðum flutn­ingi ekki frestað. 

Blaðamaður mbl.is hafði samband við Útlendingastofnun vegna málsins og spurði hvort fyrirsjáanleg óþægindi konunnar væru ekki nægileg ástæða til að fresta brottvísun fram yfir barnsburð. Upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar kaus að tjá sig ekki um það eða frekar um málið að sinni. 

Slæm af stoðkerfisverkjum í baki

Á vottorðinu sem konan fékk frá lækni á meðgöngudeild Landspítalans stendur:

„Það vottast hér með að _____________ er ófrísk og gengin skv. síðustu tíðum 35 vikur og 5 daga. Hún er slæm af stoðkerfisverkjum í baki og ætti erfitt með langt flug.“

Læknisvottorðið sem konan fékk í hendurnar.
Læknisvottorðið sem konan fékk í hendurnar. Ljósmynd/No Borders Iceland

Baksaga málsins er sú að sam­tök­in No Bor­ders Ice­land greindu frá því í nótt að vísa ætti fjöl­skyld­u, sem sam­an­stend­ur af ungu pari með tveggja ára gam­alt barn, úr landi. Kon­an er 26 ára göm­ul, á von á barni og er kom­in tæpar 36 vik­ur á leið. 

Þegar lög­regl­una bar að garði varð kon­an fyr­ir áfalli og byrjaði að blæða mikið úr nefi henn­ar. Parið bað þá um að fara á spít­ala sem lög­regl­an leyfði með því skil­yrði að lög­regl­an myndi sækja þau klukk­an fimm í morg­un fyr­ir brott­vís­un­ar­flugið.

Á meðgöngu­deild Land­spít­al­ans fékk kon­an vott­orð þar sem mælt var gegn því að hún myndi fljúga. No Bor­ders Iceland segja að það vott­orð hafi ekki verið tekið gilt og kon­an hafi verið neydd í flug þrátt fyr­ir að lækn­ar hafi ráðlagt annað. 

Stundin staðhæfði fyrr í dag að fjölskyldunni hafi verið flogið til Þýskalands með vél Icelandair.

Í viðtali við mbl.is í dag sagði Hulda Hjart­ar­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir fæðing­arþjón­ustu hjá Land­spít­al­an­um að fæst flug­fé­lög vildu fljúga með kon­ur sem gengn­ar eru lengra en 34 vik­ur á leið, helst vegna þess að þá eru aukn­ar lík­ur á að þunguð kona fæði í vél­inni. Eru lækn­ar mjög hik­andi að veita kon­um vott­orð um að þær megi fljúga séu þær komn­ar 36 vik­ur á leið. 

mbl.is