Bað stjórnvöld um að biðjast afsökunar

Bað stjórnvöld um að biðjast afsökunar

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar, segir að með brottvísun þungaðrar albanskr­ar konu og fjöl­skyldu henn­ar í gær hafi lögum verið framfylgt sem samþykkt voru árið 2016 af 46 þingmönnum. Vísaði hann þannig til laga um útlendinga. 

Bað stjórnvöld um að biðjast afsökunar

Brottvísun barnshafandi konu úr landi | 6. nóvember 2019

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar og Páll Magnússon formaður allsherjar- …
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar og Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ljósmynd/samsett

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar, segir að með brottvísun þungaðrar albanskr­ar konu og fjöl­skyldu henn­ar í gær hafi lögum verið framfylgt sem samþykkt voru árið 2016 af 46 þingmönnum. Vísaði hann þannig til laga um útlendinga. 

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar, segir að með brottvísun þungaðrar albanskr­ar konu og fjöl­skyldu henn­ar í gær hafi lögum verið framfylgt sem samþykkt voru árið 2016 af 46 þingmönnum. Vísaði hann þannig til laga um útlendinga. 

Að hans mati er brottvísunin sjálf varla umdeild. „Það er varla um það deilt að Albanía, í þessu tilviki, á sér bara þennan sess á þessum lista yfir það sem við köllum örugg ríki,“ sagði Páll í sérstakri umræðu um málefni innflytjenda á Alþingi síðdegis. 

Páll gerði athugasemd við vottorð sem konan fékk hjá lækni á meðgöngu­deild­ Land­spít­al­ans eftir að ljóst var að vísa átti fjölskyldunni úr landi. Í því kem­ur fram að hún væri slæm af stoðkerf­is­verkj­um í baki og ætti erfitt með langt flug.

Páll spurði við hvað væri átt með orðinu „erfitt“ í þessu samhengi. „Þýðir „erfitt“ óþægilegt eða þýðir það hættulegt, um það getur verið deilt. Ef við viljum hafa annað verklag á þessum hlutum heldur en hér virðist vera hafa verið framkvæmt fullkomlega á grundvelli laganna verðum við að ræða það. En gassagangur eins og var í umræðunni í upphafi er óþarfur,“ sagði Páll. 

Ekki tilbúin að samþykkja að brottvísunin sé alþingismönnum að kenna

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, sagðist ekki vera tilbúin að samþykkja að þingmönnum yrði kennt um brottvísun albönsku konunnar. Hún bað þess í stað íslensk stjórnvöld að biðjast afsökunar fyrir að hafa sent  konu á 36. viku meðgöngu burt með tveggja ára barni um miðja nótt.

Helga Vala sagði það ljóst að stefna í málefnum fólks á flótta hefur harðnað mjög á vakt Sjálfstæðisflokksins í ráðuneytinu. „Ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa sett stjórnvöldum skýr fyrirmæli þvert á lög þar sem kemur fram að fara eigi fram með mannúðlegum hætti,“ sagði Helga Vala og vísaði í reglugerðir sem settar hafa verið í ráðuneytinu án aðkomu þingmanna. „Reglugerðum sem þrengt hafa mjög að fólki á flótta, fólki í leit að vernd, til dæmis þegar kemur að því að  meta fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Helga Vala. 

Hún sagði jafnframt einstök mál eins og mál albönsku fjölskyldunnar vissulega rata í fjölmiðla.

„En einstök mál vekja okkur af værum blundi. Vekja okkur hér, sadda fólkið sem ekki þurfum að óttast um líf okkar á hverjum einasta degi. Ég fagna því að við vöknum og ég fagna því ef við náum að vekja ráðherra ríkisstjórnarinnar af þeirra blundi. En ég ætla ekki að samþykkja að mér verði kennt um þetta, að alþingismönnum verði kennt um þetta, því lögin heimila einmitt mannúðlega meðferð á þunguðum konum á lokametrum meðgöngu.“

mbl.is