Ekki tekin ákvörðun um að kalla nefndir saman

Ekki tekin ákvörðun um að kalla nefndir saman

„Að mínu mati er ekkert sem fram hefur komið í þessu máli sem gefur tilefni til þess að ætla að ekki hafi verið farið eftir lögum og viðmiðunum sem um þessi mál gilda,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla nefndina saman til að fjalla sérstaklega um mál albönsku konunnar sem var gengin tæpar 36 vikur á leið. Konan hafði óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi en fékk ekki og því var hún flutt úr landi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára syni.

Ekki tekin ákvörðun um að kalla nefndir saman

Brottvísun barnshafandi konu úr landi | 6. nóvember 2019

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar og Páll Magnússon formaður allsherjar- …
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar og Páll Magnússon formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ljósmynd/samsett

„Að mínu mati er ekkert sem fram hefur komið í þessu máli sem gefur tilefni til þess að ætla að ekki hafi verið farið eftir lögum og viðmiðunum sem um þessi mál gilda,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla nefndina saman til að fjalla sérstaklega um mál albönsku konunnar sem var gengin tæpar 36 vikur á leið. Konan hafði óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi en fékk ekki og því var hún flutt úr landi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára syni.

„Að mínu mati er ekkert sem fram hefur komið í þessu máli sem gefur tilefni til þess að ætla að ekki hafi verið farið eftir lögum og viðmiðunum sem um þessi mál gilda,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla nefndina saman til að fjalla sérstaklega um mál albönsku konunnar sem var gengin tæpar 36 vikur á leið. Konan hafði óskað eftir alþjóðlegri vernd hér á landi en fékk ekki og því var hún flutt úr landi ásamt eiginmanni sínum og tveggja ára syni.

Hann tekur fram að nefndin sé ekki til þess gerð að taka fyrir einstaka mál fjölskyldna. Hún er ekki viðbragðsaðili í því sem er að gera í núinu. Í þessu samhengi bendir hann á að meðal annars sé unnið að því að endurskoða lög um útlendinga.  

„Full ástæða til að halda þessu málefni á lofti“

„Það hefur ekki komið til tals. Við ætlum að bíða og sjá hver viðbrögðin verða en það er full ástæða til að halda þessu málefni á lofti,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar, spurð hvort nefndin ætli að fjalla um málefni albönsku konunnar. Nefndin kemur saman á föstudaginn og mánudaginn. 

Helga Vala bendir á að þetta mál heyri undir nokkur ráðuneyti, dómsmálaráðherra sem fer með málefni erlendra borgara, mannréttindi og málefni lögreglunnar, heilbrigðisráðherra og heilbrigðisstarfsmenn sem gefa út læknisvottorð heyra undir hann, barnamálaráðherra og forsætisráðherra sem er ráðherra jafnréttis og allra málflokka. 

Helga Vala telur að stjórn­völd þurfi laga­ákvæði sem gefi ekki til­efni til túlk­un­ar og segir stjórnvöld jafnframt hafa hert af­stöðu sína til flótta­fólks og hæl­is­leit­enda mjög mikið undanfarið.  

mbl.is