Einn í einskinsmannslandi

Sýrland | 12. nóvember 2019

Einn í einskinsmannslandi

Bandaríkjamaður, sem er sakaður um að vera liðsmaður vígasamtakanna Ríkis íslams og var vísað úr landi í gær af tyrkneskum yfirvöldum, er einn á ráfi á einskinsmannslandi á landamærum Tyrklands og Grikklands eftir að grísk stjórnvöld neituðu honum um að fara inn í landið.

Einn í einskinsmannslandi

Sýrland | 12. nóvember 2019

Bandaríkjamaðurinn í einskinsmannslandi.
Bandaríkjamaðurinn í einskinsmannslandi. AFP

Bandaríkjamaður, sem er sakaður um að vera liðsmaður vígasamtakanna Ríkis íslams og var vísað úr landi í gær af tyrkneskum yfirvöldum, er einn á ráfi á einskinsmannslandi á landamærum Tyrklands og Grikklands eftir að grísk stjórnvöld neituðu honum um að fara inn í landið.

Bandaríkjamaður, sem er sakaður um að vera liðsmaður vígasamtakanna Ríkis íslams og var vísað úr landi í gær af tyrkneskum yfirvöldum, er einn á ráfi á einskinsmannslandi á landamærum Tyrklands og Grikklands eftir að grísk stjórnvöld neituðu honum um að fara inn í landið.

Tyrkneska sjónvarpsstöðin Haber 7 hefur sýnt myndskeið af manninum klæddum dökkum fatnaði þar sem hann veifar í átt að öryggismyndavélum á ræmunni sem skilur að landamærastöðvar ríkjanna.

Frétt Guardian

Jean-Charles Brisard, sem stýrir miðstöð sem rannsakar hryðjuverk í París, segir á Twitter að myndskeiðið sýni hvernig Tyrkir vísi vígamönnum úr landi. Þeim sé vísað úr landi á landamærum Grikklands og þar sitji þeir fastir þar sem Grikkir neiti að taka við þeim.

Tyrkir hafa boðað brottvísun fleiri vígamanna á næstu dögum en mörg ríki hafa neitað að taka við einstaklingum sem hafa yfirgefið heimalandið til þess að berjast með Ríki íslams í Sýrlandi og Írak.

Í gær dæmdi hollenskur dómstóll að Holland verði að aðstoða börn hollenskra kvenna sem gengu til liðs við Ríki íslams við að komast heim en ekki sé nauðsynlegt að taka við konunum að nýju. Dómurinn féll í héraðsdómi í Haag en málið var höfðað af lögmönnum 23 vígakvenna sem kröfðust þess að Holland tæki við þeim aftur og 56 börnum þeirra. Hópurinn er í haldi í búðum í norðurhluta Sýrlands. 

Þrátt fyrir að hollenska ríkinu beri skylda til að taka við börnunum sé átt við að það þurfi að gera eitthvað sem ekki er mögulegt að gera. Samt sem áður beri ríkinu skylda að grípa til aðgerða til þess að vernda þessi hollensku börn. Sama hvort þau séu í öðru ríki en Hollandi. 

Börn í búðum eins og Al-Hol í norðausturhluta Sýrlands eru í hættu á að vera drepin í loftárásum á búðirnar og eins að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi. Jafnframt er hreinlæti mjög ábótavant í búðunum, skortur á lyfjum og mat, að sögn dómarans. Flest barnanna eru yngri en sex ára. 

Þau eru fórnarlömb aðgerða foreldra þeirra og þess vegna ber hollenska ríkisstjórnin ekki ábyrgð á að taka á móti mæðrum þeirra, að því er segir í dómsorði. Þessar konur hafi vitað að þessi samtök sem þær studdu og gengu til liðs við báru ábyrgð á hrottalegum glæpum. 

Alls eru 15 hollenskir karlar, 39 konur og 90 börn í búðum sýrlenskra Kúrda. Í síðasta mánuði komu tvær hollenskar konur sem gengu til liðs við Ríki íslams í sendiráð Hollands í Ankara í Tyrklandi og báðu um aðstoð við að snúa aftur til Hollands. Þær höfðu flúið úr Al-Hol-búðunum. Hollenska ríkisstjórnin svaraði því til að fyrst yrði að verða ljóst hvort tyrknesk yfirvöld myndu höfða sakamál gegn þeim. 

mbl.is