Hvað er hægt að gera fyrir jólin í London?

Borgarferðir | 17. nóvember 2019

Hvað er hægt að gera fyrir jólin í London?

Það eru margir sem skreppa á ári hverju til útlanda fyrir jólin. Hjá sumum fjölskyldum er það jafnvel hefð að skella sér til útlanda að versla fyrir jólin og anda jólunum að sér áður en stressið heima fyrir tekur yfir.

Hvað er hægt að gera fyrir jólin í London?

Borgarferðir | 17. nóvember 2019

Jólatréð á Trafalgar-torginu í London.
Jólatréð á Trafalgar-torginu í London. ANDREW COWIE

Það eru margir sem skreppa á ári hverju til útlanda fyrir jólin. Hjá sumum fjölskyldum er það jafnvel hefð að skella sér til útlanda að versla fyrir jólin og anda jólunum að sér áður en stressið heima fyrir tekur yfir.

Það eru margir sem skreppa á ári hverju til útlanda fyrir jólin. Hjá sumum fjölskyldum er það jafnvel hefð að skella sér til útlanda að versla fyrir jólin og anda jólunum að sér áður en stressið heima fyrir tekur yfir.

London er fullkomin borg til þess að fá jólin beint í æð í nóvember og desember. Allar helgar fram að jólum er eitthvað að gerast í borginni og líka á virkum dögum. 

Skautasvellið á þaki Skylight

Á þaki Skylight-byggingarinnar í austur Lonon er einstakur ís-heimur. Þar er skautasvell og snjóhús og hægt að fá sér sæti og njóta útsýnisins sem frábært bæði á daginn og að kvöldi til. Skautasvellið er opið frá 1. október til 25. janúar 2020.

Hnotubrjóturinn í The Coliseum

Jólavertíðin hefst ekki almennilega fyrr en English National Ballet sýnir Hnotubrjótinn í The Coliseum í London. Sýnt frá 11. desember til 5. janúar 2020. 

Jóla „afternoon tea“ á The Ritz

Þeir sem vilja anda að sér breskri hámenningu í jólabúningi ættu að bóka síðdegiste á The Ritz. Veitingastaður hótelsins er klæddur í sinn hátíðlegasta búning og húskórinn syngur jólalög. Það er fátt breskara en gott úrval af tei og fingrasamlokur sem leika við bragðlaukana. Þeir fullorðnu gætu svo fengið sér eitt til tvö kampavínsglös með góðgætinu. Hægt er að bóka borð frá 80 pundum á mann klukkan 13:30, 15:30, 17:30 og 19:30, frá 23. nóvember til og með 30. desember.

Vetrarskógur Broadgate

Í vetrarskóginum á Liverpool Street í London er einstök jólastemning. Þar er lítið þorp með hinum ýmsu uppákomum og pop-up búðum sem vert er að kíkja í. 

Jólamarkaðurinn við King's Cross lestarstöðina

Canopy-jólamarkaðurinn við lestarstöðina er frábær til þess að gæða sér á einhverju gómsætu og versla jólagjafir. Hægt er að næla sér í götubita og handgert sælgæti sem og list og hönnun. Markaðurinn er opinn frá 22. nóvember til 29. desember.

Kveikt á ljósum jólatrésins á Trafalgar-torginu

Ef þú verður í London þann 5. desember verða ljós jólatrésins á Trafalgar-torginu tendruð klukkan sex þann dag. Það er einstök jólastund hvar sem maður er í heiminum að vera viðstaddur tendrun á jólatréi. London fékk 25 metra hátt tréð að gjöf frá Noregi í þakklæti fyrir stuðning í síðari heimstyrjöldinni. 

mbl.is