11 mánaða munaðarlaus Dani í flóttabúðum í Sýrlandi

Ríki íslams | 21. nóvember 2019

11 mánaða munaðarlaus Dani í flóttabúðum í Sýrlandi

11 mánaða sonur danskrar konu sem lést í Al Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi hefur nú verið fluttur til ættingja sinna í Danmerkur. Óttaðist fjölskyldan um líf drengsins dveldi hann áfram í búðunum, en þar hafast nú við þúsundir kvenna sem dvöldu hjá vígasamtökunum Ríki íslams allt til hins síðasta.

11 mánaða munaðarlaus Dani í flóttabúðum í Sýrlandi

Ríki íslams | 21. nóvember 2019

Börn að leik í Al Hol flóttamananbúðunum í Sýrlandi. Mynd …
Börn að leik í Al Hol flóttamananbúðunum í Sýrlandi. Mynd úr safni. AFP

11 mánaða sonur danskrar konu sem lést í Al Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi hefur nú verið fluttur til ættingja sinna í Danmerkur. Óttaðist fjölskyldan um líf drengsins dveldi hann áfram í búðunum, en þar hafast nú við þúsundir kvenna sem dvöldu hjá vígasamtökunum Ríki íslams allt til hins síðasta.

11 mánaða sonur danskrar konu sem lést í Al Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi hefur nú verið fluttur til ættingja sinna í Danmerkur. Óttaðist fjölskyldan um líf drengsins dveldi hann áfram í búðunum, en þar hafast nú við þúsundir kvenna sem dvöldu hjá vígasamtökunum Ríki íslams allt til hins síðasta.

Danska ríkisútvarpið DR hefur eftir Tyge Trier, lögfræðingi móðurforeldra drengsins, að hann sé nú kominn til Danmerkur. „Þetta hefur veri sannkölluðu rússíbanareið,“ sagði hann. „Við höfum áður verið nálægt því að fá hann heim. Svo hafa ýmsar hindranir komið upp, en nú er hann sem betur fer kominn hingað.“

Spurður um ástand drengsins sagði Trier hann veiklulegan og mikilvægt að koma honum í læknisskoðun hið fyrsta.

DR greindi frá því í júní að drengurinn, sem þá var sjö mánaða gamall, væri munaðarlaus og veikur í Al Hol búðunum og að móðurforeldrar hans væru að reyna að fá hann heim til Danmerkur.

Móðir drengsins, sem var Dani af sómölskum uppruna, lést í sprengjuárás á Baghouz, síðasta vígi Ríkis íslams í mars 2019. Hún hafði farið frá Danmörku er hún var 19 ára til að ganga til liðs við Ríki íslams og missti við það varanlegt dvalarleyfi sitt í landinu. Faðir drengsins er einnig sagður vera látinn.

Fjölskylda hans í Danmörku fékk í upphafi þær fréttir að drengurinn hefði farist með móður sinni í sprengjuárásinni. Síðar fréttist af honum í Al Hol búðunum og aðstoðaði danska utanríkisráðuneytið þá við að láta framkvæma DNA próf sem staðfesti uppruna drengsins.

Danska utanríkisráðuneytið hefur áður gefið út að um 40 börn sem eigi danska fjölskyldu dvelji í flóttamannabúðunum og í júní aðstoðuðu þau 13 ára dreng við að komast úr búðunum, eftir að hann hafði slasast alvarlega við að fá skot í hrygginn.

mbl.is