Tveggja ára dómur fyrir nauðgun

Kynferðisbrot | 22. nóvember 2019

Tveggja ára dómur fyrir nauðgun

Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni gegn ungri konu á heimili hennar eftir teiti sem þar átti sér stað um nóttina. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa farið inn í herbergi þar sem konan lá sofandi og brotið á henni í tvígang.

Tveggja ára dómur fyrir nauðgun

Kynferðisbrot | 22. nóvember 2019

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands.
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Austurlands. mbl.is/Gúna

Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni gegn ungri konu á heimili hennar eftir teiti sem þar átti sér stað um nóttina. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa farið inn í herbergi þar sem konan lá sofandi og brotið á henni í tvígang.

Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni gegn ungri konu á heimili hennar eftir teiti sem þar átti sér stað um nóttina. Var maðurinn fundinn sekur um að hafa farið inn í herbergi þar sem konan lá sofandi og brotið á henni í tvígang.

Í dómi Héraðsdóms Austurlands kemur fram að maðurinn hafi mætt í samkvæmið óboðinn og að hann hafi í raun ekkert þekkt konuna fyrir þessa nótt. Samkvæmið stóð fram eftir morgni, en á níunda tímanum var lögregla kölluð til þar sem maðurinn hafði þá slegið annan mann í andlitið. Var sá fluttur til Reykjavíkur vegna kjálkabrots. Konan var á þeim tíma sofandi á efri hæð hússins, en kom niður vegna atgangsins. Sú árás er hins vegar hluti af öðru sakamáli gegn manninum, en þrátt fyrir árásina varð hann eftir á heimili konunnar ásamt öðru fólki.

Konan fór stuttu eftir að lögregla yfirgaf vettvanginn aftur upp á efri hæðina og fór að sofa, en auk hennar var vinkona hennar í herberginu. Samkvæmt ákæru málsins kom maðurinn síðar inn í herbergið þar sem hún lá sofandi og sleikti og saug geirvörtu hennar. Vaknaði konan við þetta og vísaði manninum út úr herberginu. Þegar hún var aftur sofnuð kom maðurinn aftur inn í herbergið og notfærði sér að konan gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Sleikti hann aftur geirvörtu konunnar auk þess að stinga fingri í leggöng hennar.

Vinkona konunnar lýsti komu mannsins inn í svefnherbergið fyrir dómi og athæfi hans við hlið rúmsins. Sagði hún að maðurinn hefði ítrekað reynt að lyfta konunni úr rúminu. Þá hefði hann verið með andlit sitt nærri henni, en hún tók fram að hún hefði haft takmarkaða sýn.

Í dómi héraðsdóms kemur fram að framburður konunnar og vinkonu hennar séu trúverðugir og þyki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hafi farið inn í herbergið og áreitt konuna í fyrra skiptið. Það eigi einnig við um nauðgunina sem átti sér stað þegar maðurinn kom inn í herbergið í seinna skiptið. Segir að framburður konunnar hafi verið skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum, auk þess að vera ítarlegur og einlægur. Hins vegar hafi frásögn mannsins verið reikul á köflum. Er hann því einnig fundinn sekur um nauðgunina.

Sem fyrr segir hlaut maðurinn tveggja ára dóm og þá þarf hann að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur. Maðurinn þarf einnig að greiða 1,9 milljónir í sakarkostnað.

mbl.is