Sviptur ríkisborgararétti vegna hryðjuverka

Ríki íslams | 26. nóvember 2019

Sviptur ríkisborgararétti vegna hryðjuverka

Danska ríkisstjórnin hefur svipt ungan karlmann, sem hefur starfað með vígasamtökunum Ríki íslams, ríkisborgararétti sínum. Þetta er gert á grundvelli nýrra og umdeildra laga og búist er við því að fleiri fylgi í kjölfarið.

Sviptur ríkisborgararétti vegna hryðjuverka

Ríki íslams | 26. nóvember 2019

Liðsmenn vígasamtakanna Ríki íslams.
Liðsmenn vígasamtakanna Ríki íslams. AFP

Danska ríkisstjórnin hefur svipt ungan karlmann, sem hefur starfað með vígasamtökunum Ríki íslams, ríkisborgararétti sínum. Þetta er gert á grundvelli nýrra og umdeildra laga og búist er við því að fleiri fylgi í kjölfarið.

Danska ríkisstjórnin hefur svipt ungan karlmann, sem hefur starfað með vígasamtökunum Ríki íslams, ríkisborgararétti sínum. Þetta er gert á grundvelli nýrra og umdeildra laga og búist er við því að fleiri fylgi í kjölfarið.

Maðurinn, sem er eftirlýstur fyrir aðild að hryðjuverkum, er fyrsti Daninn sem missir ríkisborgararétt sinn af þessari ástæðu, en lög þessa efnis voru nýverið samþykkt á danska þinginu. Lögin veita ríkisstjórninni rétt til þess að svipta þá Dani, sem t.d. hafa verið í Sýrlandi og barist með skilgreindum hryðjuverkasamtökum, vegabréfi sínu og öllum þeim réttindum sem danskir ríkisborgarar njóta að öllu jöfnu. Þetta er breyting á því sem áður var, þegar slíkar ákvarðanir voru á hendi dómstóla.

Í umfjöllun Danska ríkisútvarpsins, DR, segir að umræddur maður sé alinn upp í bænum Albertslund skammt frá Kaupmannahöfn og hafi gengið undir nafninu Abu Osman hjá vígasamtökunum Ríki íslams. Hann hefur tekið þátt í starfsemi samtakanna frá árinu 2013, síðan hann var 19 ára. 

Hann hefur verið eftirlýstur af dönsku lögreglunni fyrir hryðjuverk frá árinu 2016 og verið dæmdur í fangelsi í Danmörku í fjarveru sinni.

Í umfjöllun danska dagblaðsins Berlingske Tidende segir að maðurinn hafi undanfarið dvalið í Tyrklandi, en hann er einnig með ríkisborgararétt þar og hefur ítrekað sóst eftir að koma til Danmerkur og taka þar út sína refsingu fyrir þátttökuna í hryðjuverkasamtökunum. Dönsk yfirvöld hafa hafnað þeirri beiðni og einnig því að danskir lögreglumenn fari til Tyrklands og sæki hann.

mbl.is