Sjö dæmdir til dauða

Ríki íslams | 27. nóvember 2019

Sjö dæmdir til dauða

Sjö íslamistar hafa verið dæmdir til dauða í Bangladess fyrir hryðjuverkaárás sem kostaði 22 mannslíf á kaffihúsi í Daka árið 2016. Af þeim sem létust voru 18 útlendingar en kaffihúsið var vinsælt meðal vestrænna ferðamanna.

Sjö dæmdir til dauða

Ríki íslams | 27. nóvember 2019

AFP

Sjö íslamistar hafa verið dæmdir til dauða í Bangladess fyrir hryðjuverkaárás sem kostaði 22 mannslíf á kaffihúsi í Daka árið 2016. Af þeim sem létust voru 18 útlendingar en kaffihúsið var vinsælt meðal vestrænna ferðamanna.

Sjö íslamistar hafa verið dæmdir til dauða í Bangladess fyrir hryðjuverkaárás sem kostaði 22 mannslíf á kaffihúsi í Daka árið 2016. Af þeim sem létust voru 18 útlendingar en kaffihúsið var vinsælt meðal vestrænna ferðamanna.

Dómurinn var kveðinn upp af sérstökum hryðjuverkadómstól í Daka og var réttarsalurinn fullur af fólki þegar dómarinn, Mojbur Rahman, las upp niðurstöðuna. Hann segir að árásarmennirnir hafi viljað vekja athygli á vígasamtökunum með árásinni. 

„Þeir vildu draga úr öryggi almennings, skapa stjórnleysi og koma á ríki heilags stríðs,“ sagði hann og að sjömenningarnir yrðu hengdir. Hluti þeirra dæmdu kölluðu Guð er mikill (Allahu Akbar) og lengi lifi íslam áður en þeir voru leiddir út úr salnum. Áttundi maðurinn sem var ákærður var sýknaður af ákæru en mennirnir átta voru ákærðir fyrir að hafa skipulagt árásina.

AFP

Árásin var framin í júlí 2016 af ungum mönnum vopnuðum rifflum og vélbyssum á kaffihúsinu í Gulshan-hverfinu. 

Herinn réðst til atlögu gegn vígamönnum eftir að þeir höfðu haldið gestum kaffihússins í gíslingu í tíu klukkustundir. Tókst að frelsa á þriðja tug gísla en allir vígamennirnir voru drepnir. Átta, þar á meðal sá sem talinn er hafa verið höfuðpaurinn, Tamim Ahmed Chowdhury, Kanadamaður ættaður frá Bangladess, voru drepnir í áhlaupi lögreglu og hersins á nokkra staði í Daka næstu mánuði á eftir árásina. 

AFP
mbl.is