„Vitum af þeirri áhættu sem fylgir“

„Við vitum af þeirri áhættu sem fylgir starfseminni“

Vilji er til þess hjá Happdrætti Háskóla Íslands, HHÍ, að taka upp svokölluð spilakort, en með þeim á fólk, sem spilar fjárhættuspil í spilakössum og á netinu, að geta haft meiri stjórn á spilamennsku sinni. Þetta segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Happdrættið hefur nú tvöfaldað framlag sitt til SÁÁ í því skyni að efla meðferð við spilafíkn. Hún segir tíma til kominn að happdrættið fái að reka netspil, sem yrði rekið á ábyrgan hátt til mótvægis við erlend netspil og að nýverið hafi það breytt verklagi þannig að strangari kröfur eru nú gerðar til rekstraraðila spilakassanna.

„Við vitum af þeirri áhættu sem fylgir starfseminni“

Rafrænt morfín eða saklaus spilamennska? | 27. nóvember 2019

Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands.
Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Vilji er til þess hjá Happdrætti Háskóla Íslands, HHÍ, að taka upp svokölluð spilakort, en með þeim á fólk, sem spilar fjárhættuspil í spilakössum og á netinu, að geta haft meiri stjórn á spilamennsku sinni. Þetta segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Happdrættið hefur nú tvöfaldað framlag sitt til SÁÁ í því skyni að efla meðferð við spilafíkn. Hún segir tíma til kominn að happdrættið fái að reka netspil, sem yrði rekið á ábyrgan hátt til mótvægis við erlend netspil og að nýverið hafi það breytt verklagi þannig að strangari kröfur eru nú gerðar til rekstraraðila spilakassanna.

Vilji er til þess hjá Happdrætti Háskóla Íslands, HHÍ, að taka upp svokölluð spilakort, en með þeim á fólk, sem spilar fjárhættuspil í spilakössum og á netinu, að geta haft meiri stjórn á spilamennsku sinni. Þetta segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Happdrættið hefur nú tvöfaldað framlag sitt til SÁÁ í því skyni að efla meðferð við spilafíkn. Hún segir tíma til kominn að happdrættið fái að reka netspil, sem yrði rekið á ábyrgan hátt til mótvægis við erlend netspil og að nýverið hafi það breytt verklagi þannig að strangari kröfur eru nú gerðar til rekstraraðila spilakassanna.

Í vor voru 872 spilakassar í notkun hér á landi; 493 á vegum HHÍ og 379 á vegum Íslandsspila. Þessir kassar voru á samtals 104 stöðum, 28 spilastöðum á vegum HHÍ og 76 spilastöðum Íslandsspila. Flestir spilastaðanna eru á höfuðborgarsvæðinu. 

Tekj­ur fyrirtækjanna af spilakössunum voru samtals rúmir 12,2 millj­arðar króna í fyrra, sem er 22% aukn­ing frá ár­inu 2015 þegar þær voru rúmir 10 miljarðar. Í fyrra var hagnaður af kössunum rúmir 1,9 milljarðar, HHÍ hagnaðist um rúman 1,1 milljarð og Íslandsspil um rúmar 800 milljónir. Þetta er 32% aukning frá árinu 2015 þegar samanlagður hagnaður fyrirtækjanna tveggja var 1,4 milljarðar. Þetta kom fram í skrif­legu svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi dóms­málaráðherra, í sumar við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata, um spila­kassa.

Fólk er boðið velkomið á mörgum tungumálum við inngang spilasalarins …
Fólk er boðið velkomið á mörgum tungumálum við inngang spilasalarins Háspennu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vilja bjóða upp á netspil

„Við höfum skoðað það í nokkur ár að taka upp spilakort og höfum fylgst vel með því sem hefur verið að gerast á hinum Norðurlöndunum,“ segir Bryndís. Hún segir að slíkt spilakort gæti allt eins verið í rafrænu formi þannig að hægt yrði að nota það við netspilun, yrði slík tegund spila leyfð hér á landi. Með kortinu væri t.d. hægt að loka fyrir að spila á tilteknum tímum sólarhrings, ákveða hámarksupphæð sem hægt væri að leggja undir og halda skrá yfir hversu miklu fé væri eytt í spilin.

„Ég vildi óska þess að dómsmálaráðherra myndi bregðast við kalli okkar um að bjóða upp á ábyrgt netspil þar sem fólk getur haft meiri stjórn á sinni spilamennsku,“ segir Bryndís. „Við vitum vel að margir eru að spila á erlendum síðum á netinu þar sem engar hömlur eru og engar reglur. Við stoppum ekki netspilamennsku. En við getum aftur á móti boðið upp á annan valkost, fáum við til þess leyfi,“ segir Bryndís og bætir við að happdrættið hafi í mörg ár sóst eftir því að bjóða upp á netspil.

Hafa tvöfaldað framlag sitt til meðferðarstarfs SÁÁ

HHÍ ákvað nýverið að rúmlega tvöfalda framlag sitt til meðferðarstarfs SÁÁ fyrir spilafíkla. Bryndís segir að þetta hafi verið ákveðið eftir fund stjórnenda HHÍ og Íslandsspila þar sem ræddar voru leiðir til þess að fyrirtækin tvö, sem bæði reka spilakassa, gætu komið að eflingu meðferðar við spilafíkn. „Þessum hópi hefur einfaldlega ekki verið nægilega vel sinnt að mínu mati. Fólk með spilafíkn hefur verið í meðferð innan um fólk með aðra fíkn og okkur finnst ástæða til að bæta þjónustuna og meðferðarúrræðin,“ segir Bryndís.

„Það má segja að við séum að blása til stórsóknar með það að markmiði að fækka þeim sem eiga við spilavanda að etja. Það verður m.a. boðið upp á viðtalsmeðferðir fyrir aðstandendur og meðferð sem verður sérsniðin að þörfum spilafíkla.

Um fjórðungur teknanna fer í umboðslaun

Í áðurnefndu svari ráðherra kemur fram að um fjórðungur brúttótekna HHÍ af spilakössunum fari til rekstraraðila kassanna í formi umboðslauna. Í fyrra var þessi upphæð 590 milljónir. Er viðunandi að svona hátt hlutfall af tekjunum fari til þeirra sem reka kassana þar sem kassarnir eru skilgreindir sem söfnunarkassar til styrktar Háskóla Íslands? 

HHÍ hefur ætíð leitað allra leiða til að hafa reksturinn sem allra hagkvæmastan til að sem flestar krónur skili sér beint til Háskólans og það á við um þetta atriði einnig,“ segir Bryndís. „Allt er gert til að reksturinn sé bæði ábyrgur og hagkvæmur. Þóknun er hlutfall af tekjum og hefur farið lækkandi en á móti hafa tekjur aukist og þar með kostnaður í krónum talið. HHÍ hefur til þessa talið það hagkvæmara að útvista rekstrinum en að reka eigin staði,“ segir Bryndís og bætir við að þetta sé sá viðskiptalegi raunveruleiki sem HHÍ standi frammi fyrir.

Gerðu áhættumat og breyttu verklagi

Rekstur spilakassa var gagnrýndur í áhættumati sem embætti ríkislögreglustjóra gaf út fyrr á þessu ári. Þar kom m.a. fram að hvorki Íslandsspil né HHÍ geri sérstaka kröfu um orðspor rekstraraðila spilakassanna. Engar reglur séu um útgreiðslu vinninga hjá spilastöðunum, þ.e. hvort greitt sé í reiðufé eða rafrænt og ekkert hámark sé á upphæð þeirra vinninga sem spilastöðunum er heimilt að greiða út. Að auki segir í áhættumatinu að veruleg hætta sé á því að kassarnir gætu verið notaðir til að þvætta fé.

Spurð hvort Happdrætti Háskóla Íslands hafi brugðist við þessari gagnrýni segir Bryndís svo vera. „Við framkvæmdum eigið áhættumat strax í kjölfarið á þessu mati ríkislögreglustjóra og gerðum aðgerðaáætlun til að bæta úr því sem þarna kemur fram. Við erum að innleiða hana núna og erum að uppfæra verklag, bæði hjá okkur sjálfum og hjá rekstraraðilum kassanna.“

Meðal þess sem í því felst er að nú eru gerðar meiri kröfur til þeirra aðila sem reka kassana og er m.a. gerð bakgrunnsathugun á þeim sem ekki var gert áður.  Ekki stendur til að setja reglur um hversu háa vinninga söluaðilar greiða út. Venjan hefur verið sú, að sögn Bryndísar, að rekstraraðilar greiði út þá vinninga í reiðufé sem þeir hafi bolmagn til að greiða, en stærri vinningar séu og hafi alltaf verið greiddir út af Happdrættinu og þá sé lagt inn á bankareikning. „Með nýju verklagi munum við gera kröfu um fullan rekjanleika á því sem verður greitt út hjá rekstraraðilum, þ.e.a.s. að þeir skrái niður upplýsingar um vinningshafa.“

Segir að fáum væri betur treystandi

Það hefur lengi sætt gagnrýni að Háskóli Íslands reki spilakassa og njóti ágóða úr þeim þar sem vitað er að þeir geta leitt til spilafíknar. Bryndís segist vel meðvituð um þá gagnrýni, en bendir á að víða í heiminum renni ágóðinn af rekstri happdrætta og spila af ýmsu tagi til góðgerða- og þjóðþrifamála. „Ef við myndum hætta að reka kassana, þá myndi fólk einfaldlega spila meira á netinu eða annars staðar þar sem þetta væri í boði. Peningaspil hafa líklega alltaf fylgt manninum, Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið rekið í meira en 85 ár og ég held að fáum væri betur treystandi til að reka þessa starfsemi með ábyrgum hætti,“ segir Bryndís.

„Það er sama hvaða framtíðarsýn við höfum og hvað við gerum til þess að stuðla að ábyrgri spilamennsku; spilamarkaðurinn er svo miklu meira en spilakassarnir hér á landi — þetta er allt netið. Þannig að yfirvöld verða að fara að horfa á þetta í stærra samhengi.“

HHÍ rekur Gullnámuna og meðal spilastaða hennar eru spilasalirnir Háspenna. …
HHÍ rekur Gullnámuna og meðal spilastaða hennar eru spilasalirnir Háspenna. Einn þeirra er á Lækjartorgi í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vitum af þeirri áhættu sem fylgir starfseminni“

Þið vitið af því, að fólk hefur þróað með sér spilafíkn með því að spila í kössunum sem þið rekið, en viljið engu að síður bæta netspilum við. Er ekki þversögn í því? „Við vitum vel af þeirri áhættu sem fylgir starfseminni, hvert einasta tilfelli snertir mann sannarlega og við viljum gera allt sem hægt er til að koma fólki á rétta braut. Ábyrg spilun verður sífellt meiri í umræðunni, bæði hér á landi og erlendis. Í því felst að reka þessa starfsemi með ábyrgum hætti, í stað þess að loka á alla, og gera allt sem við getum til þess að stuðla að því að þeir, sem geta ekki stjórnað spilamennsku sinni, fái viðeigandi aðstoð.“  

mbl.is