Í beinni: Niðurstöður PISA kynntar

PISA-2018 | 3. desember 2019

Í beinni: Niðurstöður PISA kynntar

Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2018 verða kynntar á opnum fundi í Háskóla Íslands klukkan 14:30. Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa að fundinum og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér.  

Í beinni: Niðurstöður PISA kynntar

PISA-2018 | 3. desember 2019

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun taka til máls á opnum kynningarfundi …
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra mun taka til máls á opnum kynningarfundi um niðurstöður PISA-könnunarinnar sem haldinn verður í Háskóla Íslands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2018 verða kynntar á opnum fundi í Háskóla Íslands klukkan 14:30. Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa að fundinum og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér.  

Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2018 verða kynntar á opnum fundi í Háskóla Íslands klukkan 14:30. Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa að fundinum og hægt er að fylgjast með honum í beinni útsendingu hér.  

Á fundinum munu sérfræðingar kynna niðurstöður, greina þær og ræða þann lærdóm sem draga má af niðurstöðum, auk þess sem ráðherra mennta- og menningarmála ávarpar fundinn.

Niðurstöðurnar voru birtar í morgun og þar kemur meðal annars fram að rúmlega þriðjung­ur ís­lenskra drengja nær ekki grunn­hæfniviðmiðum lesskiln­ings og sam­an­tekið er frammistaða í lesskiln­ingi á Íslandi mun lak­ari en á öðrum Norður­lönd­um og áfram nokkuð und­ir meðaltal­inu í lönd­um OECD.

Dagskrá kynningarfundarins er svohljóðandi: 

  • Setning: Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar
  • Niðurstöður PISA 2018: Guðmundur Bjarki Þorgrímsson sérfræðingur, Menntamálastofnun
  • Staða og þróun lesskilnings í niðurstöðum PISA: Sigríður Ólafsdóttir lektor og Baldur Sigurðsson dósent, menntavísindasviði Háskóla Íslands
  • Rýnt í niðurstöður PISA um stærðfræðilæsi á Íslandi: Freyja Hreinsdóttir dósent, menntavísindasviði Háskóla Íslands
  • Greining niðurstaðna á stöðu læsis á náttúrfræði Auður Pálsdóttir lektor, menntavísindasviði Háskóla Íslands
  • Samantekt og viðbrögð: Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor, menntavísindasviði Háskóla Íslands
  • Ávarp: Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
  • Umræða: Fundarstjóri: Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands


Vakin er athygli á að á vorönn 2020 munu menntavísindasvið Háskóla Íslands og Menntamálastofnun standa fyrir röð málstofa þar sem fjallað verður nánar um niðurstöður PISA-rannsóknarinnar á einstökum sviðum.

mbl.is