Lesskilningur versnar enn

PISA-2018 | 3. desember 2019

Lesskilningur versnar enn

Færni íslenskra nemenda í lesskilningi er undir pari ef miðað er við meðaltalið í ríkjum OECD samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar fyrir árið 2018.

Lesskilningur versnar enn

PISA-2018 | 3. desember 2019

Lesskilningur stráka hér á landi er áberandi slæmur.
Lesskilningur stráka hér á landi er áberandi slæmur. mbl.is/Hari

Færni íslenskra nemenda í lesskilningi er undir pari ef miðað er við meðaltalið í ríkjum OECD samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar fyrir árið 2018.

Færni íslenskra nemenda í lesskilningi er undir pari ef miðað er við meðaltalið í ríkjum OECD samkvæmt niðurstöðum PISA-rannsóknarinnar fyrir árið 2018.

Íslenskir nemendur voru einnig undir meðaltali í vísindum en yfir meðaltali OECD-ríkja í stærðfræði.

PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti í öllum ríkjum OECD og var því síðast gerð árið 2015. Menntamálastofnun annast framkvæmd PISA á Íslandi fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Færni nemenda í lestri hefur almennt hrakað frá aldamótum, sem og í vísindum á meðan færni nemenda í stærðfræði eykst örlítið frá síðustu rannsókn.

Um 600 þúsund nemendur í 79 löndum voru prófaðir árið 2018.

Niðurstaðan bendir einnig til þess að lítill hluti nemenda hér á landi standi sig afburðavel. Um 7% íslenskra nemenda hafa afburða lesskilning en meðaltal annarra ríkja er 9%.

Fram kemur að lesskilningur stelpna sé almennt betri en stráka. Munurinn sé meiri á Íslandi en í öðrum löndum en talað er um að munurinn hér á landi sé svipaður og árið 2009; 44 stig.

Frétt OECD

mbl.is