Reykvískir nemendur bæta sig

PISA-2018 | 3. desember 2019

Reykvískir nemendur bæta sig

Reykvískir nemendur bæta sig í öllum þáttum PISA milli prófa og hafa sterka stöðu á landsvísu. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, er ánægður með það öfluga fagstarf sem á sér stað í grunnskólum borgarinnar. Hann segir þó mikilvægt að skólarnir í borginni haldi vöku sinni og geri enn betur til að ná fram betri árangri í lesskilningi. 

Reykvískir nemendur bæta sig

PISA-2018 | 3. desember 2019

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Reykvískir nemendur bæta sig í öllum þáttum PISA milli prófa og hafa sterka stöðu á landsvísu. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, er ánægður með það öfluga fagstarf sem á sér stað í grunnskólum borgarinnar. Hann segir þó mikilvægt að skólarnir í borginni haldi vöku sinni og geri enn betur til að ná fram betri árangri í lesskilningi. 

Reykvískir nemendur bæta sig í öllum þáttum PISA milli prófa og hafa sterka stöðu á landsvísu. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, er ánægður með það öfluga fagstarf sem á sér stað í grunnskólum borgarinnar. Hann segir þó mikilvægt að skólarnir í borginni haldi vöku sinni og geri enn betur til að ná fram betri árangri í lesskilningi. 

Það eigi sérstaklega við um nemendur af erlendum uppruna. Hann segir að á liðnum misserum hafi mikil áhersla hafi verið lögð á aukinn stuðning við skóla varðandi málþroska og læsi en gera megi enn betur til að efla náttúru- og stærðfræðilæsi.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið sé að því að innleiða nýja menntastefnu sem leggi meðal annars mikla áherslu á læsi. Með læsi er átt við þá hæfni að geta lesið, skilið, túlkað og unnið á gagnrýninn hátt með ritað mál, orð, tölur, myndir og tákn. 

Í niðurstöðum í lesskilningi í PISA 2018 er 30 PISA-stiga munur á frammistöðu á höfuðborgarsvæðinu (2.036 nemendur, 485 stig) og frammistöðu í öðrum landshlutum (1.260 nemendur, 455 stig).

Frammistaða barna í Reykjavík er betri en 2015. Meðalstig nemenda í Reykjavík (489 stig) er svipað og meðaltal OECD-landa sem tóku þátt 2018 (487 stig). 

mbl.is