Fann skjól í tónlistarhúsi

Fann skjól í tónlistarhúsi

Tilkynnt var til lögreglu um innbrot í tónlistarhús í miðborginni (hverfi 101) á fimmta tímanum í nótt en öryggisverðir höfðu séð einhvern á ferli í húsinu.

Fann skjól í tónlistarhúsi

Heimilislaust fólk í Reykjavík | 5. desember 2019

Konan er heimilislaus og hafði sofnað inni í húsinu í …
Konan er heimilislaus og hafði sofnað inni í húsinu í gærkvöldi. mbl.is/Golli

Tilkynnt var til lögreglu um innbrot í tónlistarhús í miðborginni (hverfi 101) á fimmta tímanum í nótt en öryggisverðir höfðu séð einhvern á ferli í húsinu.

Tilkynnt var til lögreglu um innbrot í tónlistarhús í miðborginni (hverfi 101) á fimmta tímanum í nótt en öryggisverðir höfðu séð einhvern á ferli í húsinu.

Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að þarna var heimilislaus kona sem hafði sofnað þar inni og var komin á stjá. Konan sagðist hafa farið þarna inn um kvöldið með bjór og tölvuna sína en síðan sofnað. Þegar hún vaknaði og fór á salernið sáu öryggisverðir hana. Hún hafi verið á útleið þegar lögreglan kom á vettvang. Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvað varð um konuna en væntanlega hefur hún fengið skjól annars staðar enda snjór yfir öllu og frost í Reykjavík.

Tvö innbrot í miðborginni voru tilkynnt til lögreglunnar í gærkvöldi. Á sjöunda tímanum var brotist inn á heimili í hverfi 101 en innbrotsþjófurinn, sem hafði brotið rúðu til að komast inn, forðaði sér þegar hann varð var við íbúa í húsinu. Maðurinn mun hafa náð að taka einhverja muni með sér en ekki er vitað hverju var stolið.

Starfsmaður fyrirtækis í hverfi 101 kom að manni inni á skrifstofu fyrirtækisins á níunda tímanum í gærkvöldi. Var þjófurinn að stela fartölvu sem þar var. Þjófurinn náði að hlaupa út en án tölvunnar.

Um átta í gærkvöldi stöðvaði lögreglan ferð bifreiðar í hverfi 101 og reyndist ökumaðurinn vera undir áhrifum bæði áfengis og fíkniefna. Upp úr miðnætti var annar ökumaður stöðvaður í sama hverfi og var hann undir áhrifum fíkniefna. Hann hefur ítrekaður verið stöðvaður fyrir akstur án ökuréttinda. 

Í nótt var síðan ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði sem er án ökuréttinda, það er hann er sviptur ökuréttindum.

mbl.is