Sjö stafræn barnaníðsmál til rannsóknar

Kynferðisbrot | 5. desember 2019

Sjö stafræn barnaníðsmál til rannsóknar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sjö mál til rannsóknar þar sem íslenskir karlmenn hafa keypt eða hlaðið niður barnaníðsefni á netinu. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknanna. 

Sjö stafræn barnaníðsmál til rannsóknar

Kynferðisbrot | 5. desember 2019

Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir …
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir mikilvægt að innlend og erlend lögregluembætti vinni saman að rannsókn á stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Sérstakt rannsóknarteymi verður stofnað á næsta ári innan kynferðisbrotadeildarinnar sem mun rannsaka þessi mál. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sjö mál til rannsóknar þar sem íslenskir karlmenn hafa keypt eða hlaðið niður barnaníðsefni á netinu. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknanna. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sjö mál til rannsóknar þar sem íslenskir karlmenn hafa keypt eða hlaðið niður barnaníðsefni á netinu. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknanna. 

Þetta kom meðal annars fram í erindi Karls Steinars Valssonar, yfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag þar sem fjallað er um stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum út frá ýmsum hliðum. 

Sérstakt sérfræðiteymi stofnað

Stofnun sérstaks teymis innan kynferðisbrotadeildarinnar sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum er langt komin og mun taka formlega til starfa á næsta ári. Þrír sérfræðingar munu starfa í teyminu að sögn Karls Steinars. 

Undirbúningur hefur staðið yfir allt frá því að breytingar voru gerðar á kynferðisbrotadeild lögreglunnar árið 2008. Stofnun teymisins kallaði á skoðun erlendis að sögn Karls Steinars og hefur lögreglan átt í samstarfi við Interpol, Europol og hollensku og dönsku lögregluna og fengið ráðleggingar um hvernig hagkvæmast er að haga rannsókn í brotamálum sem þessum.

Stafrænt kynferðisofbeldi er fjölþætt en í einföldu máli má segja að það eigi sér stað þegar myndum eða myndböndunum sem sýna börn á kynferðislegan hátt er dreift á netinu. 

„Eðli þessara brota er þannig að það hefur ekki verið að okkar mati nægilega vel unnið í því. Þessi brot eru sjaldnast kærð til lögreglu heldur þurfum við að sækja þau og vinna þau svolítið öðruvísi auk þess sem þetta krefst annarrar þekkingar og reynslu,“ segir Karl Steinar, en teymið mun samanstanda af lögreglumönnum og tölvu- og tæknisérfræðingum. „Öðruvísi náum við ekki árangri,“ bætir hann við. 

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sjö mál til rannsóknar þar …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sjö mál til rannsóknar þar sem íslenskir karlmenn hafa keypt eða hlaðið niður barnaníðsefni á netinu. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknanna. mbl.is/Golli

Innlend og alþjóðleg samvinna skiptir höfuðmáli

Teymið mun leggja áherslu á innlenda jafnt sem erlenda samvinnu. „Þessi brotaflokkur er þannig að það er mjög auðvelt fyrir lögregluembættin að vinna saman að þessum málaflokki. Ef það eru einhverjir glæpir sem lögregluembætti ættu að sameinast um að berjast gegn er það stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum,“ segir Karl Steinar.

Þá mun Europol vinna ákveðna vinnu fyrir íslensku lögregluna um greiningu á ábendingum sem koma frá Bandaríkjunum og fulltrúar Interpol munu koma til landsins næsta vor og halda sérstakt námskeið. Auk þess hefur verið samið við dönsk lögregluyfirvöld um að hafa eftirlit með því hversu mikið er keypt og hlaðið niður af barnaníðsefni hér á landi. Það hefur nú þegar skilað sér í þeim málum sem lögreglan hefur verið með til rannsóknar síðan í haust. 

Ráðstefnunni lýkur á morgun og er streymt frá öllum erindum á vef Háskólans í Reykjavík. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari mun meðal annars fjalla um refsirammann í málum sem snúa að stafrænum kynferðisbrotum og áskorunum sem honum fylgja. 

mbl.is