Snýst um getu kennara ekki græjur

PISA-2018 | 5. desember 2019

Snýst um getu kennara ekki græjur

„Nei. Ástæðan fyrir því er að fátt hefur verið gert fyrir náttúruvísindagreinar,“ segir Auður Pálsdóttir við menntavísindasvið Háskóla Íslands, spurð hvort hún hafi reiknað með betri útkomu nemenda í læsi í náttúruvísindum í PISA frá síðustu mælingu árið 2015. 

Snýst um getu kennara ekki græjur

PISA-2018 | 5. desember 2019

Efla þarf læsi í náttúruvísindum.
Efla þarf læsi í náttúruvísindum. mbl.is/Golli

„Nei. Ástæðan fyrir því er að fátt hefur verið gert fyrir náttúruvísindagreinar,“ segir Auður Pálsdóttir við menntavísindasvið Háskóla Íslands, spurð hvort hún hafi reiknað með betri útkomu nemenda í læsi í náttúruvísindum í PISA frá síðustu mælingu árið 2015. 

„Nei. Ástæðan fyrir því er að fátt hefur verið gert fyrir náttúruvísindagreinar,“ segir Auður Pálsdóttir við menntavísindasvið Háskóla Íslands, spurð hvort hún hafi reiknað með betri útkomu nemenda í læsi í náttúruvísindum í PISA frá síðustu mælingu árið 2015. 

Íslensk­ir nem­end­ur voru und­ir meðaltali í náttúruvís­ind­um í PISA en á síðustu árum hefur jafnt og þétt hallað undan fæti. Hlutfall náttúrugreina af heildarkennslu unglinga er langlægst á Íslandi og tryggja þarf að tímafjöldinn sé á pari við það sem er á Norðurlöndunum, að mati Auðar. 

Til að sporna við ástandinu árið 2015 var sett saman diplómanám á meistarastigi í náttúrufræðimenntun á menntavísindasviði Háskóla Íslands, að öðru leyti virðist fátt markvisst hafa verið að gert að sögn Auðar. Því námi lýkur næsta vor og þar af leiðandi hefur sú þekking kennaranna ekki enn skilað sér inn í skólastarfið. Hins vegar er þátttakendafjöldi lítill en kennarar bæði af höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni eru skráðir í námið. Þá hafa einstaka skólar reynt að snúa vörn í sókn og efla kennsluna. 

Margir þurfa ekki miki af græjum

Ekki eru nógu margir menntaðir náttúruvísindakennarar að störfum í grunnskólunum, að mati Auðar. Um 30—40% grunnskólakennara sem bera ábyrgð á náttúrufræðikennslu hafa einhvers konar menntun á sviði náttúrufræða. Meirihluti kennara hefur því hvorki sérþekkingu í náttúrufræðigreinum né kennslufræði náttúrufræðigreina. „Það er hluti af vandanum,“ segir Auður og bætir við: „Þungavigtaratriði í náttúrufræðikennslu er ekki margs konar græjur, tæki og tól. Miklu frekar þekkingin á því hvernig megi nota þennan búnað í kennslu. Það eru margir góðir náttúrufræðikennara sem þurfa ekki mikið af græjum,“ segir Auður. Máli sínu til stuðnings vísar hún til yfirgripsmikillar rannsóknar á náttúrufræðimenntun á fimm stórum svæðum á Íslandi. 

Miklu máli skiptir einnig hvernig kennarar nota það kennsluefni sem er til. Rannsóknir á skólastarfi sýna að kennarar eru mjög bundnir bókum. Lítill hluti námsins er verklegur, lítið er um útikennslu og sömu sögu er að segja um þrautalausnir. Í PISA-könnunum er meðal annars mæld hæfni nemenda í að taka á við þrautarlausnir.   

Ýmsar aðgerðir þarf að ráðast í að mati Auðar til að snúa vörn í sókn. Helstu forgangsatriði eru að tryggja nemendum að lágmarki jafnmargar kennslustundir á viku í náttúrufræði og þekkist á hinum Norðurlöndunum. Líka þarf að endurskoða námsefni og kennsluleiðbeiningar í náttúrugreinum. Tryggja þarf að náttúrufræðinámsefni taki mið af aðalnámskrá grunnskóla, sé í takt við nýjustu þekkingu og jafnframt efli orðaforða og lesskilning. Kennsluleiðbeiningar verði að vera þannig úr garði gerðar að kennarar hafi af þeim stuðning við skipulag endurgjafar. 

Gera þarf átak í starfsþróun náttúrufræðikennara. Hún þyrfti að beinast að fagþekkingu og kennslufræði, kennsluháttum og endurgjöf til nemenda um framfarir þeirra í náminu. Styðja þyrfti kennara til slíkra starfa. Fyrst og fremst þyrfti að tryggja að námskráin sé skýr og hjálplegt verkfæri fyrir kennara í mótun skólastarfsins.

„Flestum er ljóst að þekking og færni á sviði náttúruvísinda er mjög aðkallandi þó ekki sé nema í ljósi þess að við þurfum að geta tekið upplýstar og yfirvegaðar ákvarðanir á sviði nttúruvísinda, ekki bara fyrir Íslendinga, heldur líf á jörðinni í heild,“ segir Auður og ítrekar mikilvægi kennslu náttúruvísinda. 

Lítill hluti náms í náttúruvísindum er verklegur.
Lítill hluti náms í náttúruvísindum er verklegur.
mbl.is