Sjálfsmyndum barna dreift sem barnaníðsefni

Kynferðisbrot | 6. desember 2019

Myndum sem börn taka sjálf dreift sem barnaníðsefni

Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum verður sífellt umfangsmeira í dómsmálum hér á landi. Útvíkka þarf refsiramma í málum er varða vörslu á barnaníðsefni að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara ef dómskerfið á að geta tekist á við stór og umfangsmikil mál líkt og upp hafa komið á Norðurlöndum þar sem menn hafa verið dæmdir fyrir vörslu milljóna mynda af barnaníðsefni. 

Myndum sem börn taka sjálf dreift sem barnaníðsefni

Kynferðisbrot | 6. desember 2019

Mál þar sem börn hafa tekið sjálf af sér kynferðislegar …
Mál þar sem börn hafa tekið sjálf af sér kynferðislegar myndir eða myndskeið sem síðan komast í dreifingu sem barnaníðsefni án þess að börnin geri sér grein fyrir afleiðingum fer fjölgandi. AFP

Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum verður sífellt umfangsmeira í dómsmálum hér á landi. Útvíkka þarf refsiramma í málum er varða vörslu á barnaníðsefni að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara ef dómskerfið á að geta tekist á við stór og umfangsmikil mál líkt og upp hafa komið á Norðurlöndum þar sem menn hafa verið dæmdir fyrir vörslu milljóna mynda af barnaníðsefni. 

Stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum verður sífellt umfangsmeira í dómsmálum hér á landi. Útvíkka þarf refsiramma í málum er varða vörslu á barnaníðsefni að mati Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara ef dómskerfið á að geta tekist á við stór og umfangsmikil mál líkt og upp hafa komið á Norðurlöndum þar sem menn hafa verið dæmdir fyrir vörslu milljóna mynda af barnaníðsefni. 

Kolbrún og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir saksóknari fluttu erindi um refsiramm­ann í mál­um sem snúa að sta­f­ræn­um kyn­ferðis­brot­um og áskor­un­um sem hon­um fylgja á alþjóðlegri ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í dag þar sem fjallað var um sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi gegn börn­um út frá ýms­um hliðum. 

Refsiramminn ekki nægilega víður

Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. „Það þýðir að þegar, ekki ef, svona stór mál koma upp hjá okkur eins og við höfum séð á Norðurlöndunum, eins og til dæmis í Noregi þar sem menn eru með milljónir mynda, þá gefur það augaleið að þetta er ekki nægilega víður refsirammi,“ segir Kolbrún í samtali við mbl.is. 

Sta­f­rænt kyn­ferðisof­beldi er fjölþætt en í ein­földu máli má segja að það eigi sér stað þegar mynd­um eða mynd­bönd­un­um sem sýna börn á kyn­ferðis­leg­an hátt er dreift á net­inu. Kolbrún segir kynferðisbrot á netinu í raun sömu brot og hefðbundin kynferðisbrot en birtingarmyndin er öðruvísi. „Þetta eru mál þar sem sönnunarstaðan er öðruvísi, meðal annars vegna nafnleysis eða lögsögureglu, það er þegar brotin eru framin þvert á landamæri.“

Brotin eru af ýmsum toga en Kolbrún telur að fólk geri sér ef til vill ekki grein fyrir því hversu gróft barnaníðsefni getur verið. „Sumir halda að þetta sé myndefni af unglingum þegar raunin sé að þetta er oft gróft kynferðisofbeldi gegn börnum, allt niður í kornabörn. Þetta er oft svo rosalegt gróft efni og það eru auðvitað börn á bak við þetta. Sá sem viðheldur eftirspurninni fyrir svona efni er auðvitað að stuðla að því að verið er að brjóta á börnum úti í heimi. Það skiptir auðvitað mjög miklu máli að refsiramminn taki almennilega á því.“ 

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að útvíkka þurfi refsiramma í málum …
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að útvíkka þurfi refsiramma í málum er varða vörslu á barnaníðsefni ef dómskerfið á að geta tekist á við stór og umfangsmikil mál mbl.is/Árni Sæberg

Myndir sem börn taka sjálf nýtt til kúgunar

Í erindinu fóru Kolbrún og Þorbjörg yfir nokkra nýlega dóma þar sem brotamenn hafa nýtt sér gróft kynferðislegt efni af börnum og unglingum sem kúgunartæki og fá brotaþola til að hafa við sig kynferðislegt samneyti. Kolbrún segir dæmi um að í dómum sem þessum hafi málið endað með nauðgun eða tilraun til nauðgunar. 

Þá fjölluðu þær einnig um eðli mála þar sem börn hafa tekið sjálf af sér kynferðislegar myndir eða myndskeið sem síðan komast í dreifingu án þess að börnin geri sér grein fyrir afleiðingum. Mál af þessum toga hafa komið upp í auknum mæli upp á síðkastið. 

Barn sem er yngra en 15 ára er ósakhæft vegna aldurs og því er ekki hægt að ákæra ef viðkomandi tekur kynferðislega mynd af sér og sendir en hins vegar er engin undanþága frá ólögmætri framleiðslu og dreifingu slíkra mynda fyrir börn frá 15 – 18 ára. Lögum samkvæmt er hægt að ákæra börn á þeim aldri fyrir slíkt en það hefur aldrei verið gert hér á landi að sögn Kolbrúnar.

„En þetta er að varða fleiri og stærri mál þar sem börn sjálf eru að búa til efni sem fer svo í dreifingu sem barnaníðsefni, án þess að átta sig á því. Það þarf að taka á því,“ segir Kolbrún. Vinna hefur staðið innan ríkisstjórnarinnar um að breyta lagaákvæði hvað varðar að deila kynferðislegu efni án samþykkis og vonast Kolbrún til að sú breyting skili sér innan tíðar.

„Brotin hafa alltaf verið til“

Á næsta ári stendur til að koma á fót sértöku teymi innan kynferðisbrotadeildar lögreglu sem mun eingöngu rannsaka stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum. Karl Steinar Valsson, yf­ir­lög­regluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, kynnti þau áform á ráðstefnunni í gær og segir Kolbrún stofnun sérfræðiteymis mikilvægt skref. 

„Við sjáum það af reynslu Norðurlandaþjóðanna að ef við ætlum að upplýsa þessi mál og finna þessa aðila sem eru stórtækir í þessu þurfum við mjög öfluga lögreglu sem hefur yfir að ráða tækjabúnaði og mannafla og getur farið í frumkvæðisvinnu.“

Aðspurð um ástæður aukins umfangs stafrænna kynferðisbrota gegn börnum segir Kolbrún að tækniþróun spili óneitanlega inn í. „Við lifum í stafrænu samfélagi og við nýtum okkur tæknina í okkar daglega lífi. Brotamenn gera það líka. Brotin hafa alltaf verið til. Umfangið verður kannski meira þar sem tæknin er að aðstoða, það er bara þannig.“

mbl.is