11 vígamenn sendir úr landi

Ríki íslams | 9. desember 2019

11 vígamenn sendir úr landi

Tyrkir hafa sent 11 franska vígamenn úr landi og að sögn innanríkisráðherra Tyrklands voru þeir sendir til síns heima.

11 vígamenn sendir úr landi

Ríki íslams | 9. desember 2019

AFP

Tyrkir hafa sent 11 franska vígamenn úr landi og að sögn innanríkisráðherra Tyrklands voru þeir sendir til síns heima.

Tyrkir hafa sent 11 franska vígamenn úr landi og að sögn innanríkisráðherra Tyrklands voru þeir sendir til síns heima.

Tyrknesk yfirvöld eru þessar vikurnar að senda erlenda vígamenn úr landi en að sögn eru um 1.200 útlenskir félagar Ríkis íslams í þeirra haldi. Í síðustu viku var búið að vísa 59 vígamönnum úr landi frá 11. nóvember. Af þeim voru 26 sendir til Bandaríkjanna og ríkja í Evrópu. 

„Tyrkland er ekki opið fangelsi eða hótel,“ segir talsmaður innanríkisráðuneytisins, Ismail Catakli, og segir hann að allir þeir vígamenn sem eru í haldi tyrkneskra yfirvalda verði sendir úr landi.

mbl.is