Flýðu jólin til útlanda

Borgarferðir | 11. desember 2019

Flýðu jólin til útlanda

Við erum ekki öll jafn mikil jólabörn. Hjá sumum eru jólin besti tími ársins, tími til að eyða tíma með fjölskyldunni og borða góðan mat. Fyrir aðra eru jólin ekkert sérstök. Sumir eru hálfgerðir Tröllar og hafa ekkert gaman af því að þvælast í jólaboð með stórfjölskyldunni eða borða reykt kjöt.

Flýðu jólin til útlanda

Borgarferðir | 11. desember 2019

Flýðu jólin, til dæmis til Gdansk í Póllandi.
Flýðu jólin, til dæmis til Gdansk í Póllandi.

Við erum ekki öll jafn mikil jólabörn. Hjá sumum eru jólin besti tími ársins, tími til að eyða tíma með fjölskyldunni og borða góðan mat. Fyrir aðra eru jólin ekkert sérstök. Sumir eru hálfgerðir Tröllar og hafa ekkert gaman af því að þvælast í jólaboð með stórfjölskyldunni eða borða reykt kjöt.

Við erum ekki öll jafn mikil jólabörn. Hjá sumum eru jólin besti tími ársins, tími til að eyða tíma með fjölskyldunni og borða góðan mat. Fyrir aðra eru jólin ekkert sérstök. Sumir eru hálfgerðir Tröllar og hafa ekkert gaman af því að þvælast í jólaboð með stórfjölskyldunni eða borða reykt kjöt.

Einhverjir kvíða jólunum, jólastressið sem heltekur hvern krók og kima innra með manni getur hreinlega bara verið of yfirþyrmandi. Fyrir þennan hóp er þó ýmislegt í boði, til dæmis að flýja jólin til útlanda.

Stórhátíðardagar eins og aðfangadagur og gamlársdagur eru einstaklega ódýrir ferðadagar fyrir þá sem eru ekki bundnir af hefðunum. Margir eru með þaulskipulagða dagskrá þessa daga og því fáir á ferðalagi. 

Það er ekki of seint að panta jólaferðina núna og ef þú kemst upp með það, pantaðu hótelið eins seint og þú getur og þá getur það kostað töluvert minna. 

Flug til Gdansk í Póllandi hinn 24. desember og til baka hinn 31. desember kostar aðeins 13.148 krónur sé miðað við bókunarsíðuna Dohop.is. 

London á Bretlandi er einnig í svipuðum verðflokki, ferð frá 25. desember til 1. janúar kostar aðeins 12.958 krónur miðað við verð á sömu síðu. 

Þá er viku ferð til Vínar í Austurríki á aðeins 16.545 kónur. 

Ferð til Kraká í Póllandi frá 27. desember til 3. janúar kostar aðeins 22.447 krónur.

Allt verð miðast við uppgefið verð á bókunarsíðunni DoHop.is um miðjan dag miðvikudaginn 11. desember.

mbl.is