Farðu á skíði í miðri Kaupmannahöfn

Borgarferðir | 12. desember 2019

Farðu á skíði í miðri Kaupmannahöfn

Skíðabrekka opnaði í miðri Kaupmannahöfn í Danmörku fyrr í haust. Skíðabrekkan er ekki eins og venjuleg skíðabrekka en hún er staðsett á þaki orkuvers á Amager bakke.

Farðu á skíði í miðri Kaupmannahöfn

Borgarferðir | 12. desember 2019

Brekkan á Amager bakke er fagurgræn.
Brekkan á Amager bakke er fagurgræn. AFP

Skíðabrekka opnaði í miðri Kaupmannahöfn í Danmörku fyrr í haust. Skíðabrekkan er ekki eins og venjuleg skíðabrekka en hún er staðsett á þaki orkuvers á Amager bakke.

Skíðabrekka opnaði í miðri Kaupmannahöfn í Danmörku fyrr í haust. Skíðabrekkan er ekki eins og venjuleg skíðabrekka en hún er staðsett á þaki orkuvers á Amager bakke.

Á Copenhill er ekki bara hægt að fara á skíði og snjóbretti heldur er einnig hægt að fara í „fjall“-göngur og hlaup.

Í brekkunni er skíðalyfta en brekkan er ekki gerð úr snjó, eins og skíðabrekkur eru vanalega heldur er hún grasi vaxin og fagurgræn. 

Orkuverið er gríðarlega umhverfisvænt en það opnaði árið 2017. Þar er hiti og rafmagn framleitt úr sorpi og framleiðir verið einnig meira hreint vatn en það notar. 

Það er því algjör óþarfi að skella sér lengra en til Kaupmannahafnar til þess að fara á skíði og þar að auki er hægt að fara á skíði í brekkunni allan ársins hring. 

Þetta er ekki hin hefðbundna skíðamynd.
Þetta er ekki hin hefðbundna skíðamynd. AFP
Brekkan er á þaki orkuvers.
Brekkan er á þaki orkuvers. AFP
Brekkan opnaði 4. október.
Brekkan opnaði 4. október. AFP
mbl.is