Hið minnsta 16 háskólanemar á meðal látinna

Ríki íslams | 28. desember 2019

Hið minnsta 16 háskólanemar á meðal látinna

Að minnsta kosti 16 háskólanemar á leið sinni í einkaháskólann Banadir voru á meðal þeirra 78 sem létust þegar öflug bílsprengja sprakk á fjölförnu svæði í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Um er að ræða mannskæðustu árás í Sómalíu í tvö ár. 

Hið minnsta 16 háskólanemar á meðal látinna

Ríki íslams | 28. desember 2019

Að minnsta kosti 125 eru slasaðir eftir árásina.
Að minnsta kosti 125 eru slasaðir eftir árásina. AFP

Að minnsta kosti 16 háskólanemar á leið sinni í einkaháskólann Banadir voru á meðal þeirra 78 sem létust þegar öflug bílsprengja sprakk á fjölförnu svæði í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Um er að ræða mannskæðustu árás í Sómalíu í tvö ár. 

Að minnsta kosti 16 háskólanemar á leið sinni í einkaháskólann Banadir voru á meðal þeirra 78 sem létust þegar öflug bílsprengja sprakk á fjölförnu svæði í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu í dag. Um er að ræða mannskæðustu árás í Sómalíu í tvö ár. 

Nemendurnir voru allir um borð í rútu þegar sprengjan sprakk við fjölfarin gatnamót í suðvesturhluta borgarinnar. Þá voru tveir Tyrkir einnig á meðal hinna látnu. 

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni. Mogadishu hefur á síðustu árum reglulega orðið fyrir árásum af hendi hryðjuverkasamtakanna Al-Shabaab, sem hafa verið tengd við Al-Qaeda. 

Samkvæmt heimildum AFP fer tala látinna hækkandi, en sem stendur hafa 78 dauðsföll verið staðfest og 125 eru slasaðir. 

AFP

Nemandi við Banadir-háskóla segist hafa flýtt sér á sjúkrahús borgarinnar þegar hann heyrði af sprengjunni, en systir hans var um borð í annarri tveggja rúta sem fluttu nemendur í háskólann. Rútan sem systir nemandans var í hafði þó komist yfir gatnamótin áður en sprengjan sprakk. 

„Það sem gerðist í dag var hræðilegt. Ég og fleiri nemendur hlupum á spítalann þegar við fengum þessar upplýsingar. Ég hef talið lík 16 nemenda sem sum voru sundurtætt. Um borð í smárútunni voru 17 nemendur og aðeins einn þeirra hafði farið úr rútunni rétt fyrir sprenginguna og lifði af,“ sagði nemandinn við AFP. 

AFP

Frá árinu 2015 hefur tala látinna verið hærri en 20 í þrettán mismunandi árásum í Sómalíu. Ellefu þessara árása voru í Mogadishu og bílsprengjur komu við sögu í öllum þrettán. Mannskæðasta árás í sögu Sómalíu varð í október 2017 þegar 512 létust í bílsprengju í Mogadishu.

mbl.is