Ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum

Ríki íslams | 20. janúar 2020

Ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum

Konan sem varð til þess að ríkisstjórn Noregs sprakk fyrr í dag er ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum, Al-Nusra Front og Ríki íslams, á árunum 2013 til 2019.

Ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum

Ríki íslams | 20. janúar 2020

Vígamenn Ríkis íslams. Mynd úr safni.
Vígamenn Ríkis íslams. Mynd úr safni. AFP

Konan sem varð til þess að ríkisstjórn Noregs sprakk fyrr í dag er ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum, Al-Nusra Front og Ríki íslams, á árunum 2013 til 2019.

Konan sem varð til þess að ríkisstjórn Noregs sprakk fyrr í dag er ákærð fyrir þátttöku í tvennum hryðjuverkasamtökum, Al-Nusra Front og Ríki íslams, á árunum 2013 til 2019.

Konan er norsk en af pakistönskum ættum. Koma hennar til Noregs nýverið varð til þess að Framfaraflokkurinn sagði sig úr ríkisstjórn landsins fyrr í dag með fyrrgreindum afleiðingum.

Konan er ekki ákærð fyrir neinar hernaðaraðgerðir og hefur hún verið afar samvinnufús, að sögn norsku lögreglunnar. Að öðru leyti hefur lögreglan neitað að tjá sig frekar um það sem konan er grunuð um. NRK greinir frá þessu.

Vill koma í veg fyrir að fleiri sæki í átakasvæði

Konan er 29 ára gömul en 10. janúar ákvað héraðsdómur í Ósló að konan skyldi sæta fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Hún er í fjölmiðlabanni og eru gestakomur og bréf til hennar vöktuð gaumgæfilega. 

Þrátt fyrir gæsluvarðhaldsúrskurðinn dvelur konan nú á sjúkrahúsi ásamt börnum sínum tveimur og hefur lögreglan eftirlit með henni. Konan verður flutt í venjulegt gæsluvarðhald bráðlega og verður börnunum þá komið til hins opinbera. 

Konan neitar sakargiftum en féllst þó á gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Viðamikið yfirheyrsluferli er fyrirhugað vegna málsins. Að sögn lögreglu vill konan vinna eins náið með lögreglu og kostur er í því skyni að koma í veg fyrir að konur í hennar sporum ákveði að ferðast til átakasvæða eins og Sýrlands.

Ákvörðun stjórnvalda um að flytja konuna til Noregs er sögð hafa verið tekin í mannúðarskyni.

mbl.is