Ekki hægt að skýla sér á bak við tímaskort

Samfélagsmál | 25. janúar 2020

Ekki hægt að skýla sér á bak við tímaskort

Með miðlægu lyfjakorti er hægt að styrkja og samræma eftirlit með ávísunum á ávana- og fíknilyf. Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, kynnti á Læknadögum hvernig allt eftirlit með lyfjaávísunum verði auðveldara og strax sjáist ef viðkomandi hefur fengið ávísað slíkum lyfjum frá mörgum læknum með slíku lyfjakorti.

Ekki hægt að skýla sér á bak við tímaskort

Samfélagsmál | 25. janúar 2020

Með miðlægu lyfjakorti er hægt að styrkja og samræma eftirlit …
Með miðlægu lyfjakorti er hægt að styrkja og samræma eftirlit með ávísunum á ávana- og fíknilyf. AFP

Með miðlægu lyfjakorti er hægt að styrkja og samræma eftirlit með ávísunum á ávana- og fíknilyf. Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, kynnti á Læknadögum hvernig allt eftirlit með lyfjaávísunum verði auðveldara og strax sjáist ef viðkomandi hefur fengið ávísað slíkum lyfjum frá mörgum læknum með slíku lyfjakorti.

Með miðlægu lyfjakorti er hægt að styrkja og samræma eftirlit með ávísunum á ávana- og fíknilyf. Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, kynnti á Læknadögum hvernig allt eftirlit með lyfjaávísunum verði auðveldara og strax sjáist ef viðkomandi hefur fengið ávísað slíkum lyfjum frá mörgum læknum með slíku lyfjakorti.

Þetta getur gert læknum þægilegt fyrir þegar mikið álag er í vinnu en hingað til hafa læknar sem koma að meðferð sjúklings haft aðgang að lyfjasögu sjúklinga sinna í lyfjagagnagrunni embættis landlæknis. 

Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna.
Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna. mbl.is/RAX

Sunna Brá segir að það hafi alveg borið á því að það hafi ekki allir læknar gefið sér tíma til að opna lyfjagagnagrunninn þegar mikið er að gera og álagið mikið. 

Hún segir að fyrir tveimur árum hafi mjög verið fjallað um notkun ungs fólks á ávanabindandi lyfjum og þá kom meðal annars fram að ung kona sem lést úr ofskömmtun hafi fengið ávísað lyfjum frá 27 læknum.

Þetta segir manni að það er eitthvað sem er ekki alveg að virka, segir Sunna Brá. Hvað sem það er; tímaskortur eða annað. Með miðlæga lyfjakortinu er hægt að sjá nákvæmlega hver staðan er án þess að opna lyfjagagnagrunninn. Læknirinn sér heildarmyndina strax og ávanabindandi lyfin eru sérmerkt þar inni. Með því að auðkenna þau verða læknar meðvitaðir um hvað er að gerast. 

Eins eru svokallaðir „lyfjaráparar“, einstaklingar sem hafa fengið lyf frá mörgum læknum, mjög sýnilegir þannig að læknar geta velt því fyrir sér hvort þeir vilji verða læknir númer 17 sem ávísar lyfjum á þá. Ekki sé lengur hægt að skýla sér á bak við tímaskort og að það hafi ekki verið tími til að fletta viðkomandi upp, segir Sunna Brá.

Eins hversu margar lyfjaávísanir hafa verið gefnar út. „Ætla ég að bera ábyrgð á því að gefa út áttundu lyfjaávísunina á ávanabindandi,“ segir Sunna í dæmi sem hún var með í fyrirlestri sínum á Læknadögum.

Miðað er við summuna 5, það er ávísanir og lyf, til þess að áberandi rammi um ávísanir á ávanabindandi lyf birtist á síðu viðkomandi sjúklings. 

Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri Miðstöðvar rafrænnar sjúkrarskrár hjá embætti landlæknis.
Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri Miðstöðvar rafrænnar sjúkrarskrár hjá embætti landlæknis. mbl.is/RAX

Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá embætti landlæknis, segir að verið sé að setja inn í heilsuveru möguleikann á að hver heilsugæslustöð geti ákveðið hvaða lyfjaflokkar verða bannaðir í lyfjaendurnýjun innan heilsuveru. Hann segist vona að heilsugæslustöðvarnar komist að samkomulagi um hvaða flokka er að ræða.

Þetta getur tengst ávísun ávana- og fíknilyfja og deildum. Til að mynda sé sykursýkideild ekki að ávísa hjartalyfjum en vill gjarna halda áfram að ávísa sykursýkilyfjum.

mbl.is