Erdogan varar Rússa við

Sýrland | 3. febrúar 2020

Erdogan varar Rússa við

Að minnsta kosti sex sýrlenskir stjórnarhermenn létust í átökum við Tyrki í Idlib-héraði í dag. Tyrkneski herinn gerði árás á sýrlenska herinn suður af bænum Saraqeb og særðust 20 í árásinni.

Erdogan varar Rússa við

Sýrland | 3. febrúar 2020

Íbúar Idlib-héraðs reyna að flýja undan átökunum en mjög erfitt …
Íbúar Idlib-héraðs reyna að flýja undan átökunum en mjög erfitt er fyrir þá að forða sér vegna stríðsins sem geisar í héraðinu. AFP

Að minnsta kosti sex sýrlenskir stjórnarhermenn létust í átökum við Tyrki í Idlib-héraði í dag. Tyrkneski herinn gerði árás á sýrlenska herinn suður af bænum Saraqeb og særðust 20 í árásinni.

Að minnsta kosti sex sýrlenskir stjórnarhermenn létust í átökum við Tyrki í Idlib-héraði í dag. Tyrkneski herinn gerði árás á sýrlenska herinn suður af bænum Saraqeb og særðust 20 í árásinni.

Sýrlenski herinn svaraði árásinni með þeim afleiðingum að fjórir tyrkneskir hermenn létust í Idlib. Ekki fylgir fréttinni hversu margir almennir borgarar létust í átökum herjanna en sýrlenski stjórnarherinn, með stuðningi Rússa, er að reyna að ná yfirráðum yfir Idlib-héraði að nýju.

Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, varaði rússnesk stjórnvöld við því að hafa afskipti af átökunum í Sýrlandi. Þetta snúist um tyrknesk og sýrlensk yfirvöld ekki Rússa. 

mbl.is