Vannærð og svelt dýr í dýragörðum Jemen

Jemen | 9. febrúar 2020

Vannærð og svelt dýr í dýragörðum Jemen

Stríðið í Jemen hefur víðtæk áhrif á líf almennra borgara landsins sem þurfa að strita dag frá degi til að eiga í sig og á. Stríðið veldur þó ekki einungis fólki vandræðum, heldur ríkir mikil óvissa um líf dýra í umhirðulausum dýragörðum landsins.

Vannærð og svelt dýr í dýragörðum Jemen

Jemen | 9. febrúar 2020

Stríðið í Jemen hefur víðtæk áhrif á líf almennra borgara landsins sem þurfa að strita dag frá degi til að eiga í sig og á. Stríðið veldur þó ekki einungis fólki vandræðum, heldur ríkir mikil óvissa um líf dýra í umhirðulausum dýragörðum landsins.

Stríðið í Jemen hefur víðtæk áhrif á líf almennra borgara landsins sem þurfa að strita dag frá degi til að eiga í sig og á. Stríðið veldur þó ekki einungis fólki vandræðum, heldur ríkir mikil óvissa um líf dýra í umhirðulausum dýragörðum landsins.

Í stærsta dýragarður landsins, sem staðsettur er í höfuðborginni Sanaa sem hefur verið á valdi húta-hermanna með stuðningi Írana síðan 2014, er verið að afferma bílfarm af dauðum ösnum til að fæða ljónin sem þar búa, alls 31 talsins.

Samkvæmt ljónahirðinum Amin al-Majdi hefur þegar nokkur fjöldi dýra soltið til bana, þar af fjögur ljón árið 2017.

Sex mánaða gamall ljónsungi í dýragarðinum í Sanaa, höfuðborg Jemen.
Sex mánaða gamall ljónsungi í dýragarðinum í Sanaa, höfuðborg Jemen. AFP

„Við flytjum inn kjöt frá öllum héruðum landsins, en við eigum erfitt vegna hækkandi verðs á ösnum,“ segir hann í samtali við fréttastofu AFP. „Við vorum vön að slátra þremur til fjórum ösnum fyrir sex ljón, en nú þegar við erum með 31 ljón orðið þarf að slátra 10 til 12 ösnum.“

Rétt eins og fjöldi Jemena lifir við hungursneið eftir rúmlega fimm ár af stríðsátökum eru öll 1.159 dýr dýragarðsins í mikilli hættu. Þeirra á meðal eru tveir arabískir hlébarðar í mikilli útrýmingarhættu.

Dýrin í dýragarðinum í Sanaa hafa það þó nokkuð gott ef ástandið þar er borið saman við dýragarðana í borgunum Taez og Ibb.

„Yfirvöld eru eignalaus vegna stríðsins. Dýrin eru vannærð, eða jafnvel alveg svelt eins og í dýragarðinum í Ibb,“ segir Kim-Michelle Broderick, stofnandi dýraverndarsamtakanna One World Actors Animal Rescues sem vinna nú að því að safna fé til bjargar dýrunum í Jemen.

Mohammed Abu Aoun, framkvæmdastjóri dýragarðsins í Sanaa, segir dýragarðinn í miklum vandræðum vegna þess hve heimsóknum hefur fækkað, en einu tekjur garðsins koma frá sölu aðgangsmiða. Um þessar mundir þénar dýragarðurinn hvorki nóg til að fæða dýrin né borga starfsfólki laun.

Tugþúsundir hafa látist síðan stríðið braust út í Jemen fyrir rúmlega fimm árum og milljónir eru á vergangi.

Dýrin í dýragarðinum í Sanaa hafa það þó nokkuð gott …
Dýrin í dýragarðinum í Sanaa hafa það þó nokkuð gott ef ástandið þar er borið saman við dýragarðana í borgunum Taez og Ibb. AFP
mbl.is