700 þúsund þurft að flýja heimili sín

Sýrland | 10. febrúar 2020

700 þúsund þurft að flýja heimili sín

Næstum sjö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

700 þúsund þurft að flýja heimili sín

Sýrland | 10. febrúar 2020

Stúlka brosir í átt að myndavélinni er hún bíður í …
Stúlka brosir í átt að myndavélinni er hún bíður í röð skammt frá þorpinu Killi í Idlib-héraði í Sýrlandi. AFP

Næstum sjö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Næstum sjö hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í norðvesturhluta Sýrlands frá því í desember, að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Alls hafa 29 almennir borgarar verið drepnir í loftárásum hersveita sýrlenskra stjórnvalda, studdum af Rússum, síðastliðinn sólarhring.

David Swanson, talsmaður mannréttindadeildar Sameinuðu þjóðanna, OCHA, segir að 689 þúsund manns hafi þurft að flýja heimili sín í héruðunum Idlib og Aleppo vegna árásanna. „Fjöldi fólks sem hefur þurft að flýja heimili sín vegna þessara átaka er yfirgengilegur,“ segir hann. 

Sex börn voru á meðal níu almennra borgara sem voru drepnir snemma í morgun í árásum sem voru gerðar á þorpið Abin Semaan í Aleppo, þar sem hersveitirnar reyna að endurheimta mikilvægan þjóðveg, að sögn samtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

Uppreisnarmenn skjóta eldflaug í Idlib-héraði í gær í átt að …
Uppreisnarmenn skjóta eldflaug í Idlib-héraði í gær í átt að hersveitum stjórnvalda. AFP
mbl.is