Mistök sem ferðamenn gera í London

Ferðaráð | 15. febrúar 2020

Mistök sem ferðamenn gera í London

Það er hægara sagt en gert að haga sér ekki eins og kjáni í helstu stórborgum heimsins, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki heimsborgarar. 

Mistök sem ferðamenn gera í London

Ferðaráð | 15. febrúar 2020

Hefur þú gert þessi mistök í London?
Hefur þú gert þessi mistök í London? AFP

Það er hægara sagt en gert að haga sér ekki eins og kjáni í helstu stórborgum heimsins, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki heimsborgarar. 

Það er hægara sagt en gert að haga sér ekki eins og kjáni í helstu stórborgum heimsins, sérstaklega fyrir þá sem eru ekki heimsborgarar. 

Huffington Post ræddi við Lundúnabúa og tók saman helstu mistökin sem heimamenn telja að ferðamenn geri í borginni þeirra. 

Fara inn í rauðu símaklefana

Það er vinsælt að taka mynd af sér í rauðum símaklefum sem prýða London. Það sem ferðamenn vita kannski ekki er að símaklefarnir eru vinsæl „klósett“ á meðal þeirra sem eru á leiðinni á djammið. Það er því betra að taka bara mynd af sér fyrir utan. 

Taka leigubíla of oft

Margir ferðamenn telja að það sé mun fljótlegra að taka leigubíl heldur en að ferðast með neðanjarðarlestakerfinu. Í London er oft skelfilega mikil umferð, ekki bara á álagstímum í kringum vinnu. Það er því yfirleitt mun fljótlegra að skella sér í lestina.

Standa vitlausu megin í rúllustiganum

Það er best að standa alltaf hægra megin þegar rúllustigar eru notaðir í London. Annars áttu á hættu að verða fyrir barðinu á einhverjum sem er að drífa sig upp stigann vinstra megin. 

Bóka gistingu miðsvæðis

Það er alveg óþarfi að bóka á dýrasta svæði borgarinnar, Zone 1, sem er alveg miðsvæðis. Bókaðu heldur í Zone 3 eða 4 og notaðu lestina til að komast niður í bæ. Það getur borgað sig margfalt. 

mbl.is