Mistök sem ferðamenn gera í Las Vegas

Ferðaráð | 16. febrúar 2020

Mistök sem ferðamenn gera í Las Vegas

Borg syndanna, Las Vegas í Bandaríkjunum, er ekki öll sem hún sýnist. Að mati heimamanna ganga ferðamenn oft aðeins of hratt um gleðinnar dyr. Þeir ráðleggja þeim sem heimsækja borgina að drekka meira vatn, sleppa því að leigja bíl og horfa lengra heldur en af aðalgötunni, Strip.

Mistök sem ferðamenn gera í Las Vegas

Ferðaráð | 16. febrúar 2020

Hafið þið komið til Las Vegas?
Hafið þið komið til Las Vegas? Ljósmynd/Pexels

Borg syndanna, Las Vegas í Bandaríkjunum, er ekki öll sem hún sýnist. Að mati heimamanna ganga ferðamenn oft aðeins of hratt um gleðinnar dyr. Þeir ráðleggja þeim sem heimsækja borgina að drekka meira vatn, sleppa því að leigja bíl og horfa lengra heldur en af aðalgötunni, Strip.

Borg syndanna, Las Vegas í Bandaríkjunum, er ekki öll sem hún sýnist. Að mati heimamanna ganga ferðamenn oft aðeins of hratt um gleðinnar dyr. Þeir ráðleggja þeim sem heimsækja borgina að drekka meira vatn, sleppa því að leigja bíl og horfa lengra heldur en af aðalgötunni, Strip.

Drekka ekki nóg vatn 

Einhverjir gera sér kannski ekki grein fyrir því en Las Vegas er staðsett í miðri eyðimörk. Þar af leiðandi er þurrt þar og því mikilvægt að drekka nóg vatn, sérstaklega ef fólk hefur verið að skemmta sér. 

Leigja bíl 

Ein stærstu mistökin sem ferðamenn gera að mati margra heimamanna er að leigja bíl og telja það vera peningasóun. Á milli staða á aðalgötunni gengur strætó. Auk þess getur oft verið hagstæðara að taka leigubíl eða nota Lyft. Ekkert mál er heldur að ganga á milli staða og getur það verið skemmtileg upplifun. Stóru hótelkeðjurnar bjóða einnig upp á fríar ferðir á milli hótelanna sinna.

Ef fólk stefnir á að drekka mikið áfengi í ferð sinni til Las Vegas er einnig tilgangslaust að leigja bíl því ekki gengur að aka undir áhrifum áfengis.

Reyna að gera of mikið á einni nóttu

Það er skelfileg hugmynd að ætla að reyna að sjá alla borgina og prófa alla barina og spilavítin á einni nóttu. Taktu því rólega, Vegas bíður eftir þér. Það er ömurlegt að detta harkalega í það fyrsta kvöldið þitt í borginni og eyða næstu dögum á milli lífs og dauða úr þynnku.

Fara ekki út fyrir aðalgötuna

Las Vegas er meira en bara aðalgatan Strip þótt öll stóru hótelin og ljósin séu þar. Heimamenn mæla með að skella sér út fyrir götuna og skoða hvað borgin hefur upp á að bjóða. 

Láta plata sig

Ef einhver býður þér VIP-miða í spilavíti gegn gjaldi ættirðu að hugsa þig tvisvar um. Það kostar ekkert að fá VIP-miða inn í spilavítin, miðarnir fást gefins í afgreiðslu flestra hótelanna.

Gleyma náttúrufegurðinni

Flestir sem koma til Las Vegas eru mættir þangað til að djamma og djúsa. Það er þó ekki það eina sem svæðið hefur upp á að bjóða því handan borgarmarkanna eru gríðarlega fallegir dalir. Red Rock Canyon og Valley of Fire eru einstakir staðir sem vert er að skoða. 

Hlusta ekki á ráð heimamanna

Margir sem koma til borgarinnar eiga það til að skipuleggja ferðina sína í gegnum Google. Heimamenn mæla frekar með að þú spyrjir þá með hverju þeir mæla eða skoða bloggsíður sem fjalla um Las Vegas. 

Red Rock Canyon er einstakt.
Red Rock Canyon er einstakt. Skjáskot/Instagram
mbl.is