Fyrsta farþegaflugið til Aleppo í átta ár

Sýrland | 19. febrúar 2020

Fyrsta farþegaflugið til Aleppo í átta ár

Í dag var flogið fyrsta farþegaflug í átta ár til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi, en uppreisnarmenn réðu borginni á árunum 2012-2016. Nýlega náði stjórnarherinn, með stuðningi frá Rússum, yfirráðum yfir síðustu svæðunum norðvestur af Aleppo sem voru undir stjórn uppreisnarmanna.

Fyrsta farþegaflugið til Aleppo í átta ár

Sýrland | 19. febrúar 2020

Airbus A320-232-vél Syrian Air var fyrsta farþegaflugvélin sem lenti á …
Airbus A320-232-vél Syrian Air var fyrsta farþegaflugvélin sem lenti á flugvellinum í Aleppo í átta ár. AFP

Í dag var flogið fyrsta farþegaflug í átta ár til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi, en uppreisnarmenn réðu borginni á árunum 2012-2016. Nýlega náði stjórnarherinn, með stuðningi frá Rússum, yfirráðum yfir síðustu svæðunum norðvestur af Aleppo sem voru undir stjórn uppreisnarmanna.

Í dag var flogið fyrsta farþegaflug í átta ár til borgarinnar Aleppo í Sýrlandi, en uppreisnarmenn réðu borginni á árunum 2012-2016. Nýlega náði stjórnarherinn, með stuðningi frá Rússum, yfirráðum yfir síðustu svæðunum norðvestur af Aleppo sem voru undir stjórn uppreisnarmanna.

Það var ríkisflugfélagið Syrian Air sem flaug á milli höfuðborgarinnar Damascus og Aleppo, en borgin var fyrir stríðið efnahagslega mikilvæg. Vonast ríkisstjórn landsins nú eftir að farþegaflug þangað verði eitt af mörgum skrefum í átt að því að byggja undir efnahag borgarinnar að nýju. Flogið var á Airbus A320-232-vél.

Þá hefur stjórnarherinn einnig náð yfirráðum yfir M5-hraðbrautinni sem liggur á milli borganna tveggja, en búist er við að hann verði tekinn í notkun aftur innan fárra daga.

Á leið til lendingar í Aleppo. Fjölmiðlar fengu að fylgjast …
Á leið til lendingar í Aleppo. Fjölmiðlar fengu að fylgjast með fyrstu ferðinni og hér má sjá flugstjórann. AFP
mbl.is