Flóttamannaskýli brennur og spenna eykst

Sýrland | 8. mars 2020

Flóttamannaskýli brennur og spenna eykst

Eldur kom upp í flóttamannaskýli á grísku eyjunni Lesbos í gær, en mikil spenna og átök hafa ríkt þar síðustu daga vegna fjölgunar fólk frá Tyrklandi. Eldsupptök liggja ekki fyrir en ekki hefur verið tilkynnt neitt manntjón vegna brunans. BBC greinir frá.

Flóttamannaskýli brennur og spenna eykst

Sýrland | 8. mars 2020

Andúð í garð flóttafólks á Lesbos hefur aukist upp á …
Andúð í garð flóttafólks á Lesbos hefur aukist upp á síðkastið vegna aukins streymi fólks frá Tyrklandi. AFP

Eldur kom upp í flóttamannaskýli á grísku eyjunni Lesbos í gær, en mikil spenna og átök hafa ríkt þar síðustu daga vegna fjölgunar fólk frá Tyrklandi. Eldsupptök liggja ekki fyrir en ekki hefur verið tilkynnt neitt manntjón vegna brunans. BBC greinir frá.

Eldur kom upp í flóttamannaskýli á grísku eyjunni Lesbos í gær, en mikil spenna og átök hafa ríkt þar síðustu daga vegna fjölgunar fólk frá Tyrklandi. Eldsupptök liggja ekki fyrir en ekki hefur verið tilkynnt neitt manntjón vegna brunans. BBC greinir frá.

Andúð gagnvart flóttafólki á Lesbos hefur aukist síðustu daga eftir að hundruð manna fóru að streyma frá Tyrklandi í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti lýsti því yfir að hann ætlaði að opna landamærin og hleypa flóttafólki yfir til Evrópu. Í Tyrklandi haf­ast nú þegar við um 3,6 millj­ón­ir sýr­lenskra flótta­manna en yf­ir­völd þar í landi ótt­ast að fleiri komi til lands­ins. 

Í gær dró Erdogan þó eitthvað úr þessum yfirlýsingum sínum og fyrirskipaði að tyrkneska strandgæslan stöðvaði för flóttafólks yfir Eyjahafið á leið sinni til Grikklands, á þeim forsendum að það væri hættulegt að fara þessa leið.

Evrópusambandið hefur sakað Erdogan um að nota flóttafólk í pólitískum tilgangi og krefst þess að flóttafólki sé ekki hleypt til Evrópu með þessum hætti. Á sama tíma hafa átök farið vaxandi á landamærum Tyrklands og Grikklands, en svo virðist sem Tyrklandsforseti ætli sér áfram að hleypa fólki landleiðina yfir til Grikklands.

mbl.is