Efling og borgin semja — verkfalli aflýst

Kjaraviðræður | 10. mars 2020

Efling og borgin semja — verkfalli aflýst

Efling - stéttarfélag og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum  í nótt eftir meira en mánaðarlangar verkfallsaðgerðir um 1.800 félagsmanna Eflingar og stífar viðræður hjá ríkissáttasemjara. 

Efling og borgin semja — verkfalli aflýst

Kjaraviðræður | 10. mars 2020

Starfsemi er hafin að fullu að nýju í leikskólanum Sólborg, …
Starfsemi er hafin að fullu að nýju í leikskólanum Sólborg, rétt eins og öðrum leikskólum borgarinnar, eftir verkfall félagsmanna Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Efling - stéttarfélag og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum  í nótt eftir meira en mánaðarlangar verkfallsaðgerðir um 1.800 félagsmanna Eflingar og stífar viðræður hjá ríkissáttasemjara. 

Efling - stéttarfélag og Reykjavíkurborg undirrituðu kjarasamning á fjórða tímanum  í nótt eftir meira en mánaðarlangar verkfallsaðgerðir um 1.800 félagsmanna Eflingar og stífar viðræður hjá ríkissáttasemjara. 

Ótímabundnu verkfalli sem staðið hefur yfir í tæpan mánuð hefur því verið aflýst og félagsmenn Eflingar hjá borginni snúa því aftur til vinnu í dag, meðal annars á leikskóla þar sem verkfallið hefur haft hvað mest áhrif. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á samningafundi í gær, sem …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á samningafundi í gær, sem reyndist sá síðasti í deilunni sem staðið hefur yfir svo mánuðum skiptir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt að 112.000 króna hækkun á samningstímanum

Samningurinn nær til um 1.850 Eflingarfélaga í störfum hjá Reykjavíkurborg. Langflestir þeirra eru konur í sögulega vanmetnum kvennastörfum við umönnun, þrif, þvotta og mötuneytisstörf. Aðrir starfa m.a. við gatnaviðhald og sorphirðu. Gildistími samningsins er til 31. mars 2023.

Með samningnum hækka byrjunarlaun Eflingarfélaga í lægstu launaflokkum um allt að rúmlega 112.000 krónur á samningstímanum miðað við fullt starf, að því er fram kemur í tilkynningu Eflingar. Hækkunum umfram 90 þúsund króna taxtahækkun að fyrirmynd almenna vinnumarkaðarins er náð fram með töflubreytingu sem skapar að meðaltali um 7.800 krónur í viðbótargrunnlaunahækkun hjá öllum Eflingarfélögum og einnig er samið um sérstaka viðbótarhækkun lægstu launa í formi sérgreiðslu.

Verkfalli félagsmanna Eflingar í Reykjavíkurborg er lokið eftir að samningar …
Verkfalli félagsmanna Eflingar í Reykjavíkurborg er lokið eftir að samningar náðust í nótt og leikskólabörn geta því öll snúið aftur í leikskólana. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérgreiðslan sem um samdist er 15.000 krónur í lægstu launaflokkum og fjarar út eftir því sem ofar dregur í launaflokkum. Sérgreiðslan kemur á 26 starfsheiti Eflingar önnur en þau sem þegar hafa sérstaka kaupauka. Hún mun skila sér í stiglækkandi mynd til tæplega þriggja af hverjum fjórum Eflingarfélögum hjá borginni.

Margvíslegar kjarabætur aðrar en grunnlaunahækkanir eru í samningnum, svo sem stytting vinnuvikunnar, útfærð bæði fyrir dagvinnu- og vaktavinnufólk. Greiðsla 10 yfirvinnutíma á mánuði til leikskólastarfsfólks er nú tryggð í kjarasamningi í formi nýrrar sérgreiðslu. Námskeiðum og fræðslu er gefið aukið vægi í launamyndun einstakra starfsmanna.

„Efling lítur á samninginn sem sigur eftir langa og stranga baráttu þar sem tekist var hart á um réttmæti krafna félagsins og verkfallsvopninu beitt,“ segir í tilkynningu félagsins sem send var fjölmiðlum eftir að samningar náðust. 

Ósamið í öðrum sveitarfélögum

Verk­fall fé­lags­manna Efl­ing­ar sem starfa hjá sveit­ar­fé­lög­um utan Reykja­vík­ur hófst á há­degi í gær. Verkfallið nær til 300 Eflingarfélaga sem starfa hjá Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Hveragerði og Ölfusi, en flest­ir sem fara í verk­fall starfa hjá Kópa­vogs­bæ.

Ekki hefur verið boðað til fundar í þeirri deilu. 

mbl.is