Snúa heim úr heimsreisunni vegna veirunnar

Á ferðalagi | 18. mars 2020

Snúa heim úr heimsreisunni vegna veirunnar

Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og ferðafélagar hennar hafa ákveðið að snúa heim úr heimsreisu sinni um Asíu, Eyjaálfu og Bandaríkin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Nína segir í viðtali við mbl.is að útbreiðsla veirunnar hafi sett stórt strik í reikinginn og þau því ákveðið að koma sér sem fyrst heim. 

Snúa heim úr heimsreisunni vegna veirunnar

Á ferðalagi | 18. mars 2020

Hópurinn ákvað að snúa heim fyrr en plön gerðu ráð …
Hópurinn ákvað að snúa heim fyrr en plön gerðu ráð fyrir. Ljósmynd/Aðsend

Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og ferðafélagar hennar hafa ákveðið að snúa heim úr heimsreisu sinni um Asíu, Eyjaálfu og Bandaríkin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Nína segir í viðtali við mbl.is að útbreiðsla veirunnar hafi sett stórt strik í reikinginn og þau því ákveðið að koma sér sem fyrst heim. 

Nína Guðbjörg Gunnarsdóttir og ferðafélagar hennar hafa ákveðið að snúa heim úr heimsreisu sinni um Asíu, Eyjaálfu og Bandaríkin vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Nína segir í viðtali við mbl.is að útbreiðsla veirunnar hafi sett stórt strik í reikinginn og þau því ákveðið að koma sér sem fyrst heim. 

Nína og fjórir vinir hennar lögðu af stað í reisuna 12. febrúar síðastliðinn en þá hafði veiran ekki breiðst jafn víða út og núna. „Planið var að fara til Dúbaí, Maldíveyja, Víetnams, Taílands, Balí, Ástralíu, Nýja-sjálands, Fiji og enda í Los Angeles og New York í Bandaríkjunum,“ segir Nína. 

Nína og félagar komust ekki lengra en til Taílands.
Nína og félagar komust ekki lengra en til Taílands. Ljósmynd/Aðsend

„Við náðum ekki að komast lengra en til Taílands. Við vorum í Khao Sok National Park í Taílandi þegar við fengum fréttir um að aðrir Íslendingar í svipaðri reisu væru að fara heim og breyttist allt eftir það. Við ákváðum fyrst að hætta alveg við Balí vegna veirunnar en það leið ekki á löngu þar til við sáum að bæði Ástralía og Nýja-Sjáland höfðu sett á strangar reglur er varða inngöngu í landið. Allir sem koma inn í þessi lönd þurfa að fara í 14 daga sóttkví. Þar með eyðilögðust eiginlega bara öll plön. Það var bæði út frá nýsettum reglum Ástralíu og Nýja-Sjálands og vegna ákvarðana Bandaríkjaforseta um komu Evrópubúa til Bandaríkjanna sem við ákváðum að reyna að koma okkur sem fyrst heim,“ segir Nína. 

Hún segir að þrátt fyrir útbreiðslu veirunnar hafi ekki verið neitt mál að ferðast um Asíu. „Maður er hitamældur á öllum flugvöllum og spritt í búðum og á veitingastöðum. Þegar við fórum út hinn 12. febrúar var útbreiðslan ekki orðin svona mikil. Til dæmis voru engin smit á Maldíveyjum þegar við vorum þar og einnig var Víetnam búið að ná að hefta útbreiðslu þangað til daginn sem við fórum úr landinu,“ segir Nína. 

Eftir að þau heyrðu að Íslendingar í sömu aðstæðum væru að fara fyrr heim fóru þau að skoða ástandið nánar og leist ekki á blikuna. „Skynsamlegasta ákvörðunin fyrir okkur var heimferð,“ segir Nína.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is