Freista þess að bjarga flóttafólki á ný

Á flótta | 31. mars 2020

Freista þess að bjarga flóttafólki á ný

Björgunarskipið Alan Kurdi er á leið aftur á Miðjarðarhafið til að freista þess að bjarga flóttafólki í vanda þrátt fyrir ógn af völdum kórónuveirunnar. Skipið hefur legið að höfn í um tvo mánuði. Skipið er þegar siglt á brott úr höfn á Spáni. Reiknað er með að um helgina verði það undan ströndum Líbíu.  

Freista þess að bjarga flóttafólki á ný

Á flótta | 31. mars 2020

Alan Kurdi er væntanlegt til Líbíu fyrir helgina.
Alan Kurdi er væntanlegt til Líbíu fyrir helgina. AFP

Björgunarskipið Alan Kurdi er á leið aftur á Miðjarðarhafið til að freista þess að bjarga flóttafólki í vanda þrátt fyrir ógn af völdum kórónuveirunnar. Skipið hefur legið að höfn í um tvo mánuði. Skipið er þegar siglt á brott úr höfn á Spáni. Reiknað er með að um helgina verði það undan ströndum Líbíu.  

Björgunarskipið Alan Kurdi er á leið aftur á Miðjarðarhafið til að freista þess að bjarga flóttafólki í vanda þrátt fyrir ógn af völdum kórónuveirunnar. Skipið hefur legið að höfn í um tvo mánuði. Skipið er þegar siglt á brott úr höfn á Spáni. Reiknað er með að um helgina verði það undan ströndum Líbíu.  

Báturinn verður sá eini sem sinnir björgunarstarfi á þessum slóðum. 

Þýsku hjálp­ar­sam­tök­in Sea-Eye gera skipið út. Samkvæmt Jan Ribbeck leiðangursstjóra samtakanna hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar vegna kórónuveirunnar. Allir í áhöfninni eru með viðeigandi hlífðarbúnað og nægur slíkur er tiltækur.  

Helsta áskorun samtakanna núna er að finna örugga höfn. Lokun landamæra hefur einnig sett stórt strik í reikninginn við að manna áhafnir sambærilegra báta. „Það er kraftaverki líkast að okkur hafi tekist að manna áhöfnina, þjálfa hana og undirbúa fyrir komandi verkefni,“ segir Ribbeck. 

Tveir aðrir björgunarbátar, Ocean Viking og Open Arms, sem önnur hjálparsamtök reka liggja enn við höfn. 

Árið 2019 létust 1.283 manns á Miðjarðarhafinu. 

Þess má geta að skipið er nefnt eftir hinum þriggja ára gamla Alan Kurdi sem drukknaði á leið sinni yfir Miðjarðar­hafið og myndir af honum birt­ust víða í vest­ræn­um fjöl­miðlum.

Áhöfn skipsins hefur bjargað fjölda flóttamanna.
Áhöfn skipsins hefur bjargað fjölda flóttamanna. AFP
mbl.is