Aldrei jafn fáir látist í Sýrlandi frá því stríðið hófst

Sýrland | 1. apríl 2020

Aldrei jafn fáir látist í Sýrlandi frá því stríðið hófst

Aldrei hafa jafn fáir borgarar fallið í Sýrlandi eftir að stríðið braust þar út fyrir 9 árum og í nýliðnum marsmánuði þegar 103 létust. Til samanburðar létust 275 manns í sama mánuði í fyrra. 

Aldrei jafn fáir látist í Sýrlandi frá því stríðið hófst

Sýrland | 1. apríl 2020

Drengur í borginni Idlib í Sýrlandi stillir sér upp þar …
Drengur í borginni Idlib í Sýrlandi stillir sér upp þar sem fólk á flótta saumar andlitsgrímur í von um að verja sig gegn kórónuveirunni. AFP

Aldrei hafa jafn fáir borgarar fallið í Sýrlandi eftir að stríðið braust þar út fyrir 9 árum og í nýliðnum marsmánuði þegar 103 létust. Til samanburðar létust 275 manns í sama mánuði í fyrra. 

Aldrei hafa jafn fáir borgarar fallið í Sýrlandi eftir að stríðið braust þar út fyrir 9 árum og í nýliðnum marsmánuði þegar 103 létust. Til samanburðar létust 275 manns í sama mánuði í fyrra. 

Af þeim sem létust féll 51 borgari í loftárásum en hinir voru meðal annars myrtir úr launsátri.

Alls hafa rúmlega 380 þúsund manns látist frá því stríðið hófst árið 2011. Til samanburðar telur öll íslenska þjóðin rúmlega 364 þúsund manns. 

Júlímánuður árið 2016 var sá mannskæðasti frá því stríðið braust út en þá féllu 1.590 í átökum þar sem borgin Aleppo var þungamiðjan. 

Í upphafi marsmánaðar var hlé gert á átökum stríðandi fylkinga í Damascus. 

Fjölmargar hjálparstofnanir og -samtök óttast afleiðingarnar ef kórónuveirufaraldurinn stingur sér niður í landinu þar sem fjölmargir eru á flótta. Öll heilbrigðisþjónusta er af skornum skammti sem og aðgengi að hreinu vatni, hreinlætisvörum og matvöru. 

mbl.is