Segja Sóttvarnastofnun ESB hafa brugðist hlutverki sínu

Evrópusambandið | 11. apríl 2020

Segja Sóttvarnastofnun ESB hafa brugðist hlutverki sínu

Tveimur mánuðum áður en Evrópa varð að þungamiðju kórónuveirufaraldursins sagði Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að aðildarríki sambandsins væru vel í stakk búin fyrir faraldurinn. Í dag telja margir að stofnunin hafi brugðist hlutverki sínu. 

Segja Sóttvarnastofnun ESB hafa brugðist hlutverki sínu

Evrópusambandið | 11. apríl 2020

AFP

Tveimur mánuðum áður en Evrópa varð að þungamiðju kórónuveirufaraldursins sagði Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að aðildarríki sambandsins væru vel í stakk búin fyrir faraldurinn. Í dag telja margir að stofnunin hafi brugðist hlutverki sínu. 

Tveimur mánuðum áður en Evrópa varð að þungamiðju kórónuveirufaraldursins sagði Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að aðildarríki sambandsins væru vel í stakk búin fyrir faraldurinn. Í dag telja margir að stofnunin hafi brugðist hlutverki sínu. 

Í grein EU Observer kemur fram að stofnunin hafði til umráða tæplega 60 milljónir evra á síðasta ári. Þegar kórónuveirufaraldurinn hafði dreifst út frá Kína til Ástralíu, Japans, Suður-Kóreu, Taívans og Taílands sagði stofnunin að Evrópusambandið hefði umráð yfir nægjanlegum úrræðum til að takast á við faraldurinn. 

Þegar tilkynnt var um fyrsta staðfesta smitið í Frakklandi stóð Sóttvarnastofnunin áfram við fyrri yfirlýsingar sínar. Stofnunin sagði skimun franskra stjórnvalda vera „vott um fyrsta flokks viðbúnað“ vegna veirunnar.

Það kom þó fljótt í ljós að mörg ríki Evrópu voru illa búin undir faraldurinn, en rúmlega 70% dauðsfalla á heimsvísu hafa orðið þar. Ítalía og Spánn hafa komið sérstaklega illa út úr faraldrinum, en samanlagður fjöldi dauðsfalla í ríkjunum tveimur er tæplega 35.000. Skortur á búnaði og öðrum úrræðum var víða mikill, en það er hlutverk Sóttvarnastofnunarinnar að tryggja að slíkur skortur sé fyrirsjáanlegur svo hægt sé að bregðast við í tæka tíð. 

Viðbrögð stofnunarinnar við gagnrýni á vinnubrögð hennar í upphafi faraldursins hafa ekki verið mikil. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sinni í mars að í Evrópu væru heilbrigðisstoðir vel búnar en skortur hefði verið á starfsfólki, hlífðarfatanaði og ýmsu öðru. Þótti mörgum yfirlýsingin vera tvískinnungur.

mbl.is