Hraktar í barnahjónabönd og kynlífsþjónustu

Á flótta | 20. apríl 2020

Hraktar í barnahjónabönd og kynlífsþjónustu

Konur og stúlkur sem hafa hrakist á flótta eru í aukinni hættu á kynbundnu ofbeldi á tímum kórónuveirunnar að sögn starfsfólks Flótta­manna­stofn­unar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR). Þær eigi á hættu að vera þvingaðar í barnahjónabönd og til kynmaka sér til lífsbjargar. 

Hraktar í barnahjónabönd og kynlífsþjónustu

Á flótta | 20. apríl 2020

AFP

Konur og stúlkur sem hafa hrakist á flótta eru í aukinni hættu á kynbundnu ofbeldi á tímum kórónuveirunnar að sögn starfsfólks Flótta­manna­stofn­unar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR). Þær eigi á hættu að vera þvingaðar í barnahjónabönd og til kynmaka sér til lífsbjargar. 

Konur og stúlkur sem hafa hrakist á flótta eru í aukinni hættu á kynbundnu ofbeldi á tímum kórónuveirunnar að sögn starfsfólks Flótta­manna­stofn­unar Sam­einuðu þjóðanna (UN­HCR). Þær eigi á hættu að vera þvingaðar í barnahjónabönd og til kynmaka sér til lífsbjargar. 

Vegna kórónuveirunnar hefur ferðafrelsi fólks verið takmarkað mjög og þjónusta liggur víða niðri. 

Að sögn Gillian Triggs, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Sameinuðu þjóðunum á verndarsviði UNHCR, er mikilvægt að grípa til aðgerða til að vernda konur og stúlkur sem eru á flótta eða eru ríkisfangslausar eða á vergangi í eigin heimalandi. Hún segir að þær séu meðal þeirra sem eru í mestri áhættu á tímum COVID-19. Ekki megi gefa þumlung eftir þegar kemur að því að verja konur sem hafa orðið fyrir misnotkun og ofbeldi. 

AFP

Hún segir að konur geti endað uppi með að vera lokaðar inni á heimilum með ofbeldismönnum og aðrar, sem hafa misst lífsviðurværi sitt, séu neyddar til að stunda kynlíf til að komast hjá því að svelta til bana. Ungar stúlkur eigi einnig á hættu að vera þvingaðar í barnahjónabönd af fjölskyldum sínum í þeirri von að það geti orðið þeim lífsbjörg.

Triggs segir að bönn sem hafa verið lögð á í mörgum ríkjum til varnar kórónuveirufaraldrinum þýði takmarkað aðgengi að stuðningsþjónustu. Jafnvel hefur athvörfum, svo sem kvennaathvörfum, verið lokað tímabundið vegna veirunnar. Til þess að draga úr hættunni sem þessar konur og stúlkur standa frammi fyrir hefur UNHCR dreift neyðarfjármunum til kvenna sem eru í mikilli hættu á kynbundnu ofbeldi. 

AFP

Að sögn Triggs eiga ríkisstjórnir að taka það með í aðgerðaráætlanir sínar varðandi COVID-19 að tryggja stuðning við þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal annars að þjónusta við þennan hóp sé alltaf í boði.

Upplýsingar um aðgerðir íslenskra stjórnvalda má finna á vefnum covid.is á mörgum tungumálum.

mbl.is