Fallegir staðir til að heimsækja í sumar

Á ferðalagi | 21. apríl 2020

Fallegir staðir til að heimsækja í sumar

Nú þegar sumardagurinn fyrsti nálgast og landsmenn eru farnir að sjá fyrir endann á því að mega aðeins ferðast innanhúss eru margir farnir að huga að ferðalögum innanlands. 

Fallegir staðir til að heimsækja í sumar

Á ferðalagi | 21. apríl 2020

Nú þegar sumardagurinn fyrsti nálgast og landsmenn eru farnir að sjá fyrir endann á því að mega aðeins ferðast innanhúss eru margir farnir að huga að ferðalögum innanlands. 

Nú þegar sumardagurinn fyrsti nálgast og landsmenn eru farnir að sjá fyrir endann á því að mega aðeins ferðast innanhúss eru margir farnir að huga að ferðalögum innanlands. 

Sérfræðingar á vegum ZO-ON tóku saman lista af skemmtilegum stöðum innanlands sem kjörið væri að heimsækja í sumar með fjölskyldunni.

Skáldaleiðin í Mosfellsdal

Helgufoss í Bringum í Mosfellsdal er fagur á að líta.
Helgufoss í Bringum í Mosfellsdal er fagur á að líta. Ljósmynd/Úr safni

Skáldaleiðin í Mosfellsdal er frábær gönguleið fyrir alla fjölskylduna. Skáldaleiðin er stikuð leið frá Gljúfrasteini og upp með Köldukvísl að Helgufossi og til baka. Þegar komið er upp í Helguhvamm eru Helgufoss og Helguhóll sérstaklega áberandi kennileiti. Helguhóll, sem einnig hefur kallast Hrafnaklettur, er myndarlegur grjóthóll og sagður hýsa huldufólk og fossinn sjálfur er tignarlegur, sérstaklega í vatnavöxtum.

Þyrill í Hvalfirði

Fjallið Þyrill gnæfir yfir fjörðinn formfagur og tilkomumikill.
Fjallið Þyrill gnæfir yfir fjörðinn formfagur og tilkomumikill. mbl.is/Sigurður Bogi

Þyrill er formfagur og tilkomumikill þar sem hann stendur ofan við Þyrilsnesið í botni Hvalfjarðar. Hamraveggirnir rísa hátt yfir umhverfið og undirstrika hversu ólíkur Þyrill er öðrum fjöllum á þessum slóðum. Gengið er upp eftir stöllum í Síldarmannabrekkum og svo út með fjallinu á toppinn. Þetta er ekki erfið ganga og útsýnið er stórfenglegt yfir Botnsdalinn og Hvalfjörðinn allan.

Rauðavatn

Sjá má heilu breiðurnar af rauðum blómum síkjarnara í Rauðavatni.
Sjá má heilu breiðurnar af rauðum blómum síkjarnara í Rauðavatni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Rauðavatn er frábær staður til að skoða með fjölskyldunni en þar voru tekin fyrstu skrefin í skógrækt fyrir um hundrað árum. Samkvæmt vef Skógargáttar dregur vatnið líklega nafn sitt af vatnaplöntunni síkjarnara. Er stöngull plöntunnar og blóm hennar rauðleit og má sjá glitta í heilu breiðurnar af plöntunni í vatninu sem er aðeins um 0,32 ferkílómetrar. 

Hvaleyrarvatn

Ýmislegt er hægt að bralla með fjölskyldunni við Hvaleyrarvatn en …
Ýmislegt er hægt að bralla með fjölskyldunni við Hvaleyrarvatn en hægt er að njóta útivistar þar allt árið um kring. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hvaleyrarvatn er góður staður til að heimsækja með allir fjölskyldunni en hægt er að njóta útivistar við vatnið allt árið um kring. Gott er að grilla pylsur í nálægi við vatnið sem einnig er skemmtilegt að veiða í. Hlíðarnar klæðast fagurgrænum lit á vorin en á sumrin tekur fjólublár litur lúpínubreiðanna við að því er fram kemur á vef Skógarfélags Hafnarfjarðar. 

mbl.is