Leiðtogi Ríkis íslam handtekinn í Afganistan

Ríki íslams | 11. maí 2020

Leiðtogi Ríkis íslam handtekinn í Afganistan

Leiðtogi Ríkis íslams í suður- og austurhluta Asíu hefur verið handtekinn í Kabúl, samkvæmt leyniþjónustu Afganistan. 

Leiðtogi Ríkis íslam handtekinn í Afganistan

Ríki íslams | 11. maí 2020

AFP

Leiðtogi Ríkis íslams í suður- og austurhluta Asíu hefur verið handtekinn í Kabúl, samkvæmt leyniþjónustu Afganistan. 

Leiðtogi Ríkis íslams í suður- og austurhluta Asíu hefur verið handtekinn í Kabúl, samkvæmt leyniþjónustu Afganistan. 

BBC greinir frá því að Zia ul-Haq, einnig þekktur sem Sheikh Omar Khorasani, er í haldi lögreglu ásamt tveimur öðrum háttsettum leiðtogum vígasamtakanna. Talíbanar hafa verið mest áberandi vígasamtaka á svæðinu, en Ríki íslams hefur verið virkt á sumum svæðum og staðið að baki nokkrum sprengjuárásum í Kabúl. 

Handtakan fór fram eftir að fjórir vígamenn Ríkis íslams sem voru í haldi lögreglu gáfu upplýsingar um staðfestingu Khorasani. 

Samkvæmt skýrslu sem Sameinuðu þjóðirnar létu gera var Khorasani hrakinn úr embætti á síðasta ári og miðstjórn vígasamtakanna tók við forystu þeirra. Þetta hefur þó aldrei verið staðfest. 

Þrátt fyrir samning Bandaríkjanna við talíbana frá því í febrúar, sem miðar að því að tryggja frið í landinu, er enn mikið um ofbeldi og árásir vígasamtaka. Talíbanar, sem segjast vera á móti Ríki íslams, hafa látið af skæðum sprengjuárásum frá undirritun samningsins. 

mbl.is