Hungrið sverfur að Sýrlendingum

Sýrland | 18. maí 2020

Hungrið sverfur að Sýrlendingum

Matarskortur blasir við milljónum Sýrlendinga en talið er að 9,3 milljónir búi við fæðuóöryggi í landinu á sama tíma og verðlag fer hækkandi og kórónuveirufaraldurinn geisar. Rúmlega níu ár eru síðan stríðið braust út í Sýrlandi og hefur þeim fjölgað sem búa við fæðuóöryggi um 1,4 milljónir á aðeins hálfu ári.

Hungrið sverfur að Sýrlendingum

Sýrland | 18. maí 2020

Matarskortur blasir við milljónum Sýrlendinga en talið er að 9,3 milljónir búi við fæðuóöryggi í landinu á sama tíma og verðlag fer hækkandi og kórónuveirufaraldurinn geisar. Rúmlega níu ár eru síðan stríðið braust út í Sýrlandi og hefur þeim fjölgað sem búa við fæðuóöryggi um 1,4 milljónir á aðeins hálfu ári.

Matarskortur blasir við milljónum Sýrlendinga en talið er að 9,3 milljónir búi við fæðuóöryggi í landinu á sama tíma og verðlag fer hækkandi og kórónuveirufaraldurinn geisar. Rúmlega níu ár eru síðan stríðið braust út í Sýrlandi og hefur þeim fjölgað sem búa við fæðuóöryggi um 1,4 milljónir á aðeins hálfu ári.

Þetta kemur fram í nýlegum tölum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (WFP). „Hátt matvælaverð og nú COVID-19 hefur neytt fjölskyldur í Sýrlandi út fyrir möguleg mörk,“ segir í Twitter-færslu WFP. 

Neyðarástand ríkir í efnahagslífi Sýrlands frá því stríðið braust út árið 2011 og búa 80% þjóðarinnar við fátækt samkvæmt tölum SÞ. 

Þrátt fyrir litlar fregnir af vígvöllum landsins hefur ástandið versnað mjög það sem af er árinu hvað varðar lífsafkomu fólks í landinu. Til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar var nánast öllu lokað á þeim svæðum sem ríkisstjórn landsins ræður yfir í mars. Á einu ári hefur verð á matvælum tvöfaldast í Sýrlandi. Meðal annars vegna fjármálakreppunnar í nágrannaríkinu Líbanon og kórónuveirunnar. 

Um 50 manns hafa greinst með smit í Sýrlandi og örfá dauðsföll hafa orðið. Enn hefur ekki komið upp smit í Idlib-héraði svo vitað sé en þar búa hundruð þúsunda í yfirfullum flóttamannabúðum eða neyðarskýlum. 

Sýrlensk yfirvöld saka vestræn ríki um að bera ábyrgð á slæmu efnahagsástandi vegna þeirra efnahagsþvingana sem þau beita landið. Yfir 380 þúsund Sýrlendingar hið minnsta hafa látist í stríðinu og milljónir hafa verið hraktar að heiman vegna þess. 

mbl.is