Afléttingu samkomubanns tekið með trompi!

Afléttingu samkomubanns tekið með trompi!

Málefni - Hverjir voru hvar

Afléttingu samkomubanns tekið með trompi!

Málefni - Hverjir voru hvar

Íslenskt samfélag er aldeilis að lifna við sér eftir innilokun vegna kórónuveirunnar sem truflaði skemmtanalíf Íslendinga ansi hressilega. Eftir að veitingastaðir og barir opnuðu hefur fólk notið þess enn betur að hittast, gleðjast og eiga stundir saman enda er maður manns gaman. Miðbær Reykjavíkur hefur iðað af lífi síðustu daga, bæði kvölds og morgna. 

Helga Ólafsdóttir, Hanna Stína, Katrín Atladóttir og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.
Helga Ólafsdóttir, Hanna Stína, Katrín Atladóttir og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir.
Skúli Mogensen.
Skúli Mogensen. mbl.is/RAX
Edda Hermannsdóttir.
Edda Hermannsdóttir.

Veitingastaðurinn Snaps við Óðinsgötu stendur alltaf fyrir sínu og hefur verið fullt út úr dyrum á staðnum síðan hann opnaði 2012. Í hádeginu í gær var þéttsetið á staðnum sem býr til eina bestu lauksúpu á Íslandi. Þar var til dæmis Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri WOW air, Edda Hermannsdóttir samskiptastjóri hjá Íslandsbanka, Gísli Freyr Valdórsson almannatengill og Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Þar var líka Anna Lilja Johansen athafnakona og Davíð Einarsson markaðsstjóri Herragarðsins. 

Davíð Einarsson, markaðsstjóri Herragarðsins.
Davíð Einarsson, markaðsstjóri Herragarðsins. mbl.is/Valgarður
Anna Lilja Johansen keppti í Ungfrú Reykjavík 2002 eða sama …
Anna Lilja Johansen keppti í Ungfrú Reykjavík 2002 eða sama ár og Manuela Ósk varð Ungfrú Ísland. mbl.is/Jón Svavarsson

Um kvöldið fylltist staðurinn af drottningum eins og Helgu Árnadóttur athafnakonu sem prýddi forsíðu Heimilis og hönnunarblaðs Morgunblaðsins á dögunum. Þar var líka BirnaPaulina Einarsdóttir kvikmyndaframleiðandi, Sigga Heimis iðnhönnuður sem nú starfar hjá Marel og Kristín Eva Ólafsdóttir eigandiGagarín. 

Helga Árnadóttir hefur búið í sama húsinu nánast allt sitt …
Helga Árnadóttir hefur búið í sama húsinu nánast allt sitt líf. Ljósmynd/Saga Sig

Í gærkvöldi var einn mest spennandi veitingastaður landsins opnaður en hann er til húsa þar sem Café París var áður. Hann ber nafnið Duck & Rose og státar hann af bleikum leðursófum, grænum vegg með ljósakórónu svo eitthvað sé nefnt. Það var innanhússarkitektinn Hanna Stína sem hannaði staðinn að innan og var hún mætt fyrsta daginn ásamt Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði, Katrínu Atladóttur borgarafulltrúa og Svanhildi Nönnu Vigfúsdóttur fjárfesti. 

View this post on Instagram

🌷OPIÐ🌷 Hjartanlega velkomin á Duck & Rose✨

A post shared by Duck & Rose (@duckandroservk) on May 28, 2020 at 10:55am PDT

Þegar líða tók á kvöldið fylltist barinn Kaldi af fólki. Á meðal gesta var Gotti Bernhöft listamaður sem varð heimsfrægur þegar hann teiknaði plötuumslagið á Ágætis byrjun sem var önnur breiðskífa Sigurrósar. Þar var líka Katrín Amni athafnakona ásamt nokkrum sem upptaldir eru fyrir fyrir framan. Ef marka má gærkvöldið þarf enginn að kvíða því að djammborgin Reykjavík muni ekki standa undir nafni í sumar! 

Gotti Bernhöft fyrir framan verk sem endaði á plötuumslagi Sigurrósar.
Gotti Bernhöft fyrir framan verk sem endaði á plötuumslagi Sigurrósar.
mbl.is