Þrisvar sinnum fleiri smit en greindust

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júní 2020

Þrisvar sinnum fleiri smit en greindust

Mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana.

Þrisvar sinnum fleiri smit en greindust

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júní 2020

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana.

Mótefnamælingar Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana.

Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar, forstóra Íslenskrar erfðagreiningar, í þættum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

Samkvæmt því hafa tæplega 5.500 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi en staðfest smit frá upphafi faraldurs, sé vitnað til vefsíðunnar covid.is, eru 1.806.

Slembiúrtaki þjóðarinnar var boðið í sýnatöku en Kári sagði að um 30 þúsund hefðu komið í mótefnamælingar. Þeim mælingum væri lokið í bili og niðurstöður klárar hjá stórum hópi.

Áður hefur komið fram að samkvæmt mæl­ing­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar hafa 0,9% þjóðar­inn­ar, fyr­ir utan þau sem voru með staðfest smit og í fóru í sótt­kví, myndað mót­efni gegn kór­ónu­veirunni.

mbl.is