Starfaði fyrir Bvlgari og Christian Dior

HönnunarMars | 24. júní 2020

Starfaði fyrir Bvlgari og Christian Dior

Anita Hirlekar fata- og textílhönnuður gekk í Central Saint Martins í London þar sem hún tók bæði grunn nám og framhaldsnám í iðn sinni. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Bvlgari á Ítalíu, Christian Dior og verið listrænn ráðgjafi fyrir tískufyrirtæki víða um heim.

Starfaði fyrir Bvlgari og Christian Dior

HönnunarMars | 24. júní 2020

Aníta hefur unnið fyrir Bvlgari og Christian Dior. Í dag …
Aníta hefur unnið fyrir Bvlgari og Christian Dior. Í dag á hún tískufyrirtæki sem hún rekur undir eigin nafni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Anita Hirlekar fata- og textílhönnuður gekk í Central Saint Martins í London þar sem hún tók bæði grunn nám og framhaldsnám í iðn sinni. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Bvlgari á Ítalíu, Christian Dior og verið listrænn ráðgjafi fyrir tískufyrirtæki víða um heim.

Anita Hirlekar fata- og textílhönnuður gekk í Central Saint Martins í London þar sem hún tók bæði grunn nám og framhaldsnám í iðn sinni. Hún hefur unnið fyrir fyrirtæki á borð við Bvlgari á Ítalíu, Christian Dior og verið listrænn ráðgjafi fyrir tískufyrirtæki víða um heim.

Anita Hirlekar er tískulína hennar sem leit fyrst dagsins ljós árið 2014, á tískupöllum í London og París. Sjálfbærni skiptir hana miklu máli og er höfð að leiðarljósi á öllum stöðum í vinnsluferli línu hennar. 

Anita býr í Vesturbænum með eiginmanni sínum, Sigurði Sigtryggssyni og dótturinni Aríu Önnu. Hún vildi hvergi annarsstaðar vera en á Íslandi. Hún segir hraðann í tískuheiminum mikinn og eftir að hafa búið í London í níu ár þar sem vinnan var mikil sé auðvelt að lenda á vegg. 

„Í dag hugsa ég mikið um heilsuna, passa upp á svefninn minn og fæ orku úr sjónum sem mér finnst svo dýrmætt.“ 

Hversvegna ákvaðstu að læra fatahönnun?

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á persónulegum stílum hjá fólki og menningunni út frá því. Ég flutti til London árið 2006 og byrjaði í Central Saint Martins sem er talinn vera virtasti háskólinn til að læra fatahönnun. Eftir það fór ég að fá allskonar verkefni og sá strax hvað voru miklir atvinnu möguleikar í boði. Ég var til dæmis byrjuð að vinna fyrir BVLGARI á Ítalíu áður en ég kláraði námið og á sama tíma að hanna „bróderí“ fyrir breskan hönnuð sem heitir ASHISH GUPTA.“

Það er fallegt um að lítast heima hjá Anítu í …
Það er fallegt um að lítast heima hjá Anítu í Vesturbænum. mbl.si/Eggert Jóhannesson

Anita segir hönnunarferlið mjög skapandi og spennandi í eðli sínu og að baki heillar fatalínu sé meiri vinna en margan grunar. 

„Reglulega þarf ég að leggja frá mér teikningar og vega og meta. Það getur tekið allt upp í fjórar vikur að vinna eina flík allt frá hugmynd að framleiðslu. En ég er oft með margar hugmyndir í gangi í einu og reyni að hvíla augað inn á milli. Þróunarvinnan við hverja flík fæðir síðan oft af sér nýjar hugmyndir sem þróast yfir í næstu flík og koll af kolli. Þannig allt ferlið er ótrúlega skapandi og spennandi.“

Hvað getur þú sagt mér um flíkurnar sem þú gerir?

„Fatalínurnar einkennast af listrænum litasamsetningum og kvenlegum sniðum. Ég er að vinna í ýmsum textílaðferðum en fatnaðurinn er allur hannaðar og þróaður á Íslandi í verkstæðinu okkar og þar vinn ég m.a. að handgera textílprufur og þróa munstur. Munstrin sem ég hanna eru langflest þannig gerð að hver flík er einstök. Einn kjóll er mjög ólíkur öðrum þó þeir séu gerðir úr sama munstri. Munstrin á nýju línunni eru öll unnin í miðju samkomubanni þegar allt varð stopp, þá gafst tími til að skapa. Náttúran er efniviðurinn og teikningar af blómum og plöntum sem er ákveðin klisja í fatahönnun en áskorunin er að gera þau á „abstrakt“ og áhugaverðan hátt. Ég vinn síðan náið með klæðskera og kjólameistara sem hjálpar til að útfæra hugmyndirnar síðan í snið fyrir konur. Nýjasta fatalínan fór beint í sölu í netversluninni okkar, sem gerir okkur kleift að selja íslenskan fatnað hér heima og um víða veröld.“

Hún hefur alltaf haft áhuga á persónulegum stíl fólks.
Hún hefur alltaf haft áhuga á persónulegum stíl fólks. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hvað ætlar þú að gera á Hönnunarmars?

„Í ár tek ég þátt í samsýningu Fatahönnunarfélags Íslands undir yfirskriftinni Íslensk „Flík“. Mér finnst mikilvægt að kynna þá starfsemi sem fer fram á Íslandi. Ég ásamt fleiri fatahönnuðum ætluðum að kynna nýjar fatalínur í formi tískusýningar en í ár var það of mikil áhætta vegna Covid-19 faraldrinum. Fatahönnunarsýningar skera sig úr frá öðrum því þar eru flíkur oft sýndar á lifandi módelum og mikil snerting sem fylgir undirbúningnum svo fyrir flesta var það of mikil áhætta. Því sýnum við flíkurnar á myndum og viljum þess í stað virkja fólk til að deila sínum íslensku flíkum á samfélagsmiðlum.“

Hvað er list og hönnun í þínum huga?
„Innblásturinn að munstrunum og efnunum sæki ég lang oftast í myndlist og þannig get ég farið óvæntar leiðir til að ná fram andstæðum litum og formum. Ég eyði miklum tíma í að byggja textílinn upp frá grunni og að ná fram ákveðnum eiginleikum, eins og mismunandi dýpt og styrkleika textílsins, áður en sjálf sníðagerðin hefst. Sumt er enn á tilraunastigi en ég nota listræna nálgun alltaf sem útgangspunkt til að skapa einstakar flíkur. Í mínum huga er gildi myndlistar og fatahönnunar eitt og hið sama þegar það er unnið með þessum hætti.“

Aníta flutti til London árið 2006 og hóf þá nám …
Aníta flutti til London árið 2006 og hóf þá nám í Central Saint Martins. mbl.is/Eggert Jóhannesson


Hvað vildir þú að Íslendingar myndu hætta að gera þegar kemur að fötum?

„Við þurfum öll íhuga mikið betur hvað við erum að kaupa. Og ekki vera hrædd við að nota það sem við eigum aftur og aftur. Við eigum til dæmis alltaf að skoða hvaða efni eru notuð í flíkurnar og er efnið að fara endast okkur í mörg ár. Það skiptir til dæmis miklu máli fyrir viðskiptavini mína að vita hvaðan varan kemur, hvar hún er framleidd og hvort hún sé umhverfisvæn. Við þurfum síðan að passa vel uppá það sem við eigum, minnka þvottavéla notkun og þurrkara en það er vitað mál að að þvottavélar eyðileggja hægt og rólega fötin okkar. Ég mæli með sýningunni FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands en það verkefni stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga og beina sjónum að því magni af fatnaði og öðrum textíl sem fólk gefur í Rauða krossinn.
Hvað vildir þú að Íslendingar gerðu meira af? Það er orðið augljósara nú en áður að það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um sína neyslu og hvað það kaupir. Ekki bara vegna umhverfisáhrifa heldur líka vegna þess að með hverri flík eða hlut sem þú kaupir þá ertu að styðja við fyrirtækið sem þú verslar við. Íslendingar mættu vera meðvitaðri um það að skoða íslenska fatahönnun þegar það vill fjárfesta í flík en þannig styður fólk í leiðinni við eflingu vaxandi atvinnugreinar á Íslandi.“

Heimili Anítu er litríkt og í hennar anda. Hún hefur …
Heimili Anítu er litríkt og í hennar anda. Hún hefur unnið skemmtilega línu sem á skírskotun í náttúruna og teikningar af blómum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hverjir eru viðskiptavinir þínir?

„ Konurnar sem leita eftir vörunum mínum er alveg óhræddar við að tjá sig og eru með sterkan persónuleika. Þetta eru konurnar sem eru flottar fyrirmyndir og veita manni innblástur. Þær leita eftir fallegum flíkum annaðhvort fyrir sérstök tilefni eða fyrir hversdagslega notkun. Það skiptir mig miklu máli að velja velja efni sem eru þægileg og fylgja konunum inn í daginn frá morgni til kvölds. Það er mjög klassískt t.d. að skipta um skó og vera í hversdagslegum skóm yfir daginn og svo skipta yfir í hæla á kvöldin.“

Það hanga fjölmörg listaverk á heimili fjölskyldunnar í Vesturbænum.
Það hanga fjölmörg listaverk á heimili fjölskyldunnar í Vesturbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Þegar prentað er á efni, þá verður engin flík eins.
Þegar prentað er á efni, þá verður engin flík eins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Aníta kann vel við sig heima.
Aníta kann vel við sig heima. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Vörumerki Anítu Hirlekar er stílhreint og fallegt.
Vörumerki Anítu Hirlekar er stílhreint og fallegt. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Prent á vönduðu efni.
Prent á vönduðu efni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Efnin sem notuð eru í tískulínuna eru með áprentuðu mynstri …
Efnin sem notuð eru í tískulínuna eru með áprentuðu mynstri eftir Anítu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Konur á Íslandi og um víða veröld geta verslað sér …
Konur á Íslandi og um víða veröld geta verslað sér vandaðan fatnað í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is