Konan var með „mjög mikið af veirunni“

Kórónuveiran COVID-19 | 26. júní 2020

Konan var með „mjög mikið af veirunni“

Konan sem kom frá Bandaríkjunum fyrir um viku síðan og greindist ekki smituð í landamæraskimun en greindist smituð í gær var með „mjög mikið af veirunni“ þegar hún greindist, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 

Konan var með „mjög mikið af veirunni“

Kórónuveiran COVID-19 | 26. júní 2020

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Konan sem kom frá Bandaríkjunum fyrir um viku síðan og greindist ekki smituð í landamæraskimun en greindist smituð í gær var með „mjög mikið af veirunni“ þegar hún greindist, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 

Konan sem kom frá Bandaríkjunum fyrir um viku síðan og greindist ekki smituð í landamæraskimun en greindist smituð í gær var með „mjög mikið af veirunni“ þegar hún greindist, að sögn Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. 

Hann sagði skimunarprófin ekki fullkomin en veirupróf væru það almennt ekki. 

„Sagan segir að veiruprófið sem við notum sé ekki nema 70% næmt,“ sagði Kári sem tók svo fram að það væri að öllum líkindum rangt. Prófið væri mun næmara en það.

„Veikleikinn liggur í því að þegar einstaklingur er nýsýktur, áður en veiran hefur fengið tækifæri til þess að fjölga sér, þá liggur það í hlutarins eðli að það getur verið erfitt að finna hana með þessu klassíska veiruprófi.“

Stríð sem við höldum áfram að berjast í 

Kári benti á að ástæðan fyrir því að svo mikið hefði fundist af veirunni hjá konunni væri sá að faraldurinn væri á uppleið á mörgum svæðum í Bandaríkjunum. 

„Þegar faraldurinn er á uppleið reynast þeir sem sýkjast vera með meira af veirunni heldur en á þeim stöðum þar sem að faraldurinn er að hjaðna. Það vill svo til að þessi kona var með mjög mikið af veirunni þegar hún greindist.“

Kári sagði að þrátt fyrir að veiruprófin væru ekki fullkomin, eins og sannaðist í tilviki konunnar sem hefur að minnsta kosti smitað einn mann, þá minnkaði skimunin verulega líkurnar á því að fólk komi sýkt inn í landið. Nú hefur Íslensk erfðagreining skimað um 10.000 farþega síðan skimanir á landamærum voru teknar upp. 

„Svona smit sem gæti leitt til hópsmits er eitt af því sem Þórólfur, Víðir og Alma hafa sýnt fram á að við getum einangrað,“ sagði Kári. 

„Þetta kemur ekki til með að ganga áfallalaust. Þetta verður stríð sem við komum til með aða halda áfram að berjast í um töluverðan tíma.“

mbl.is