Meta megi örugg lönd eftir júlí

Kórónuveiran Covid-19 | 4. júlí 2020

Meta megi örugg lönd eftir júlí

Á þremur dögum sem liðnir eru frá því að gjaldtaka hófst fyrir skimun við landamæri hefur enginn ákveðið að komast undan gjaldinu og fara frekar í sóttkví, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Reiða þarf fram 9.000 krónur ef greitt er fyrir fram, en 11.000 ef staðgreitt er.

Meta megi örugg lönd eftir júlí

Kórónuveiran Covid-19 | 4. júlí 2020

Skimun. Enginn hefur valið sóttkví í stað skimunar á flugvellinum.
Skimun. Enginn hefur valið sóttkví í stað skimunar á flugvellinum. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Á þremur dögum sem liðnir eru frá því að gjaldtaka hófst fyrir skimun við landamæri hefur enginn ákveðið að komast undan gjaldinu og fara frekar í sóttkví, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Reiða þarf fram 9.000 krónur ef greitt er fyrir fram, en 11.000 ef staðgreitt er.

Á þremur dögum sem liðnir eru frá því að gjaldtaka hófst fyrir skimun við landamæri hefur enginn ákveðið að komast undan gjaldinu og fara frekar í sóttkví, að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Reiða þarf fram 9.000 krónur ef greitt er fyrir fram, en 11.000 ef staðgreitt er.

Lögregla hefur heimild til að vísa útlendingum úr landi telji hún ólíklegt að þeir muni hlíta sóttkví en Ólafur segir að ekki hafi þurft að beita því úrræði. „Það væri fyrst og fremst ef fólk myndi ekki vilja fara í skimun,“ segir Ólafur, spurður hvenær til slíks þyrfti að grípa.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði áður en mögulegt hópsmit kom upp á landinu að til skoðunar væri að hætta landamæraskimun meðal farþega frá ákveðnum ríkjum. Enn er fyrirhugað að koma þessu til leiðar en samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Hreini Njálssyni, aðstoðarmanni landlæknis, liggja enn ekki nægileg gögn fyrir úr skimuninni til þess að öruggt sé að áætla hvaða lönd gætu talist örugg til að láta af skimun á fólki sem þaðan kæmi.

mbl.is