Aldrei fleiri sýni tekin á landamærunum

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júlí 2020

Aldrei fleiri sýni tekin á landamærunum

Þrjú kórónuveirusmit greindust í landamæraskimun í gær. Eitt þeirra var gamalt en hin tvö eru enn til athugunar. Ekkert innanlandssmit greindist þá í gær, af 151 sýni sem var greint á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Aldrei fleiri sýni tekin á landamærunum

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júlí 2020

Aldrei hafa fleiri sýni verið tekin á einum degi á …
Aldrei hafa fleiri sýni verið tekin á einum degi á landamærunum, frá því að skimun hófst 15. júní. Kristinn Magnússon

Þrjú kórónuveirusmit greindust í landamæraskimun í gær. Eitt þeirra var gamalt en hin tvö eru enn til athugunar. Ekkert innanlandssmit greindist þá í gær, af 151 sýni sem var greint á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Þrjú kórónuveirusmit greindust í landamæraskimun í gær. Eitt þeirra var gamalt en hin tvö eru enn til athugunar. Ekkert innanlandssmit greindist þá í gær, af 151 sýni sem var greint á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

1.794 sýni voru greind á landamærunum, sem er mesti fjöldinn á einum degi hingað til. Talað hefur verið um að hámarksgetan á landamærunum séu 2.000 sýni á dag. 1. júlí voru tekin 1.778 sýni á landamærunum. Gjaldtaka hófst 1. júlí, en örfáir ef nokkrir hafa sett hana fyrir sig hingað til. Sýnatakan kostar 11.000 ef staðgreitt er, en 9.000 ef greitt er fyrirfram.

16 eru skráðir í einangrun, sem er einum færri en í gær. Þaðan hafa að líkindum losnað einstaklingar sem ekki var ljóst hvort væru með virkt smit. Þá fækkar verulega í sóttkví, úr 441 í 274.

mbl.is