Katrín: Framlag ÍE er ómetanlegt

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júlí 2020

Katrín: Framlag ÍE er ómetanlegt

Það er augljóst að geta íslensks samfélags til að takast á við faraldra eins og Covid-19 þarf að vera meiri en hún er. Þess vegna tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vel í hugmyndir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis.

Katrín: Framlag ÍE er ómetanlegt

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júlí 2020

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar ómetanlegt og vonast …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir framlag Íslenskrar erfðagreiningar ómetanlegt og vonast til að samstarf fyrirtækisins við heilbrigðisyfirvöld haldi áfram. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er augljóst að geta íslensks samfélags til að takast á við faraldra eins og Covid-19 þarf að vera meiri en hún er. Þess vegna tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vel í hugmyndir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis.

Það er augljóst að geta íslensks samfélags til að takast á við faraldra eins og Covid-19 þarf að vera meiri en hún er. Þess vegna tók Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vel í hugmyndir Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að koma á laggirnar sérstakri faraldsfræðistofnun innan embættis landlæknis.

Þetta kemur fram í stöðufærslu Katrínar á Facebook. Hún segir að innan nýju faraldsfræðistofnunarinnar yrði byggð um þekking og reynsla til að takast á við faraldra framtíðarinnar.

„Mér finnst þetta reyndar mjög góð hugmynd. Ennfremur að ákveðið hefði verið að ráða sérstakan verkefnastjóra til að vinna áfram slíkar hugmyndir, til að efla innviði heilbrigðiskerfisins til að takast á við faraldra með hliðsjón af tillögu Kára. Slíkur undirbúningur og framkvæmd tekur hins vegar alltaf ákveðinn tíma og ég lagði því til að þær tillögur myndu liggja fyrir eigi síðar en 15. september,“ skrifar Katrín.

Vonast til að geta leitað áfram til ÍE

Kári Stefánsson sagði í opnu bréfi sínu að honum finnist að vinnan verði að ganga hraðar fyrir sig og Katrín segist vera sammála honum. Hún segist að sjálfsögðu vonast til þess að í því „mikilvæga verkefni munum við áfram geta leitað til starfsfólks ÍE vegna þeirrar þekkingar og reynslu sem þar er innandyra.“

„Framlag Íslenskrar erfðagreiningar í baráttunni við covid-19 er ómetanlegt. Það vitum við öll og það verður seint fullþakkað. Án aðstoðar fyrirtækisins hefði baráttan við faraldurinn orðið okkur miklu mun erfiðari og þungbærari,“ skrifar Katrín jafnframt.

Hún bætir því við að í ljósi þess hve samvinna ÍE og heilbrigðisyfirvalda hefur verið þá vonist hún til þess að lausn finnist á málinu og að verkefnið um að tryggja sem best heilbrigði þjóðarinnar haldi áfram.

mbl.is