Skoða athugasemdir vegna COVID-umbunar

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júlí 2020

Skoða athugasemdir vegna COVID-umbunar

Stjórnendur Landspítala hyggjast fara yfir athugasemdir frá starfsfólki um álagsgreiðslur sem greiddar voru út vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í hádegisfréttum RÚV.

Skoða athugasemdir vegna COVID-umbunar

Kórónuveiran Covid-19 | 6. júlí 2020

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan

Stjórnendur Landspítala hyggjast fara yfir athugasemdir frá starfsfólki um álagsgreiðslur sem greiddar voru út vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í hádegisfréttum RÚV.

Stjórnendur Landspítala hyggjast fara yfir athugasemdir frá starfsfólki um álagsgreiðslur sem greiddar voru út vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í hádegisfréttum RÚV.

Hann segir greiðsluna þó ekki vera laun heldur táknrænan þakklætisvott til framúrskarandi starfsfólkssem hafi unnið óeigingjarnt starf.

Alþingi samþykkti í síðasta mánuði að veita einn milljarð króna til greiðslu kaupauka fyrir starfsfólk Landspítalans sem hefur staðið vaktina í kórónuveirufaraldrinum. Í forstjórapistli af því tilefni sagði Páll að upphæð umbunarinnar væri skipt eftir viðveru starfsmanns í mars og apríl og gæti numið allt að 250 þúsund krónum fyrir þá sem skipuðu svokallaðan A-hóp en 105 þúsund fyrir aðra.

Einhverjir starfsmenn hafa lýst yfir vonbrigðum með greiðsluna; hún hafi þegar á hólminn var komið verið mun lægri en þeir hafi verið búið sig undir. Þeirra á meðal var Gréta María Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bakvörður, sem starfaði frá miðjum mars til miðs apríl á Landspítalanum og fékk hún að launum 6.775 krónur í umbun, sem urðu að 1.094 krónum útborguðum eftir að skattar og útistandandi gjöld höfðu verið greidd.

„Við þurfum að vinna þetta hratt og gerum okkur grein fyrir því að allt orkar tvímælis þá gert er og það er erfitt að finna leið sem ölum líkar þannig að við lögðum lítinn hluta af upphæðinni til hliðar bara til að koma til móts við athugasemdir sem væru vel rökstuddar og kæmu fram,“ segir Páll í samtali við RÚV.

mbl.is