Breskur liðsmaður Ríkis íslams lést í haldi

Ríki íslams | 11. júlí 2020

Breskur liðsmaður Ríkis íslams lést í haldi

Breskur maður sem gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi er sagður hafa látist í fangelsi þar í landi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er um að ræða fyrsta breska ríkisborgarann sem lætur lífið í haldi Lýðræðishers Sýrlands, sem kúrdar fara fyrir og nýtur stuðnings Bandaríkjanna í stríðinu í Sýrlandi.

Breskur liðsmaður Ríkis íslams lést í haldi

Ríki íslams | 11. júlí 2020

Liðsmaður Lýðræðishers Sýrlands stendur vörð.
Liðsmaður Lýðræðishers Sýrlands stendur vörð. AFP

Breskur maður sem gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi er sagður hafa látist í fangelsi þar í landi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er um að ræða fyrsta breska ríkisborgarann sem lætur lífið í haldi Lýðræðishers Sýrlands, sem kúrdar fara fyrir og nýtur stuðnings Bandaríkjanna í stríðinu í Sýrlandi.

Breskur maður sem gekk til liðs við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi er sagður hafa látist í fangelsi þar í landi. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu er um að ræða fyrsta breska ríkisborgarann sem lætur lífið í haldi Lýðræðishers Sýrlands, sem kúrdar fara fyrir og nýtur stuðnings Bandaríkjanna í stríðinu í Sýrlandi.

Að sögn heimildarmanns BBC lést Ishak Mostefaoui, sem á uppruna sinn að rekja til austurhluta Lundúna, er hann reyndi að flýja fangelsið en samkvæmt annarri heimild mun hann hafa látist í óeirðum í fangelsinu í Hassakeh, þar sem fjöldi liðsmanna Ríkis íslams af mismunandi uppruna er í haldi Lýðræðishersins.

Andlát Mostefaouis hefur ekki fengist staðfest, en BBC ræddi við hinn 27 ára gamla liðsmann Ríkis íslams á síðasta ári, skömmu eftir að hann var handsamaður af Lýðræðishernum.

Í viðtalinu gekkst hann við því að hafa gengið til liðs við Ríki íslams ásamt nokkrum skólabræðrum sínum úr Westminster-háskóla, en Mostefaoui er einn um 10 breskra karlmanna og 30 breskra kvenna sem handsömuð hafa verið af Lýðræðisher Sýrlands.

Ástandið í fangelsum Lýðræðishersins er sagt hafa versnað á undanförnum misserum og óeirðir meðal fanga orðnar algengari. Lýðræðisherinn hefur varað við því að fangelsi fyrir erlenda liðsmenn Ríkis íslams séu tifandi tímasprengjur og að ríkisstjórnir heimalanda liðsmannanna þurfi að taka ábyrgð á borgurum sínum.

Bretland neitar að taka aftur við fullorðnum föngum Lýðræðishersins, en varað hefur verið við ferðum til Sýrlands allt frá árinu 2011 og eru þeir sem þangað fara til að styðja eða ganga til liðs við samtökin taldir ógna þjóðaröryggi Bretlands. Talið er að um 900 Bretar hafi farið til Sýrlands á undanförnum árum og telja bresk stjórnvöld að þar af hafi 20% látist í Sýrlandi, 40% snúið aftur heim og 40% séu enn í Sýrlandi.

mbl.is