Endurgera plötuumslög með öldruðum

Stöndum saman | 16. júlí 2020

Endurgera plötuumslög með öldruðum

Dvalargestir á hjúkrunarheimilum aldraða í Bretlandi hafa verið í útgöngubanni í meira en fjóra mánuði en hjúkrunarheimilið Sydmar Lodge Care í Edgware fann upp á skemmtilegri leið til þess að létta dvalargestum lundina.

Endurgera plötuumslög með öldruðum

Stöndum saman | 16. júlí 2020

Dvalargestir hjúkrunarheimila aldraðra hafa endurskapað klassísk plötuumslög ásamt ljósmyndara. Meðal …
Dvalargestir hjúkrunarheimila aldraðra hafa endurskapað klassísk plötuumslög ásamt ljósmyndara. Meðal annars endurgerðu þau plötuna Bad með Michael Jackson og Enema of the State með Blink-182,

Dvalargestir á hjúkrunarheimilum aldraða í Bretlandi hafa verið í útgöngubanni í meira en fjóra mánuði en hjúkrunarheimilið Sydmar Lodge Care í Edgware fann upp á skemmtilegri leið til þess að létta dvalargestum lundina.

Dvalargestir á hjúkrunarheimilum aldraða í Bretlandi hafa verið í útgöngubanni í meira en fjóra mánuði en hjúkrunarheimilið Sydmar Lodge Care í Edgware fann upp á skemmtilegri leið til þess að létta dvalargestum lundina.

Maður að nafni Robert Speker hefur séð um dagskrá fyrir eldra og heldra fólkið undanfarna mánuði og ákvað um daginn að nýta ljósmyndahæfileika sína með því að taka skemmtilegar myndir af fólkinu.

Í sameiningu endursköpuðu þau klassísk og tímalaus plötuumslög og var útkoman ekkert smá flott. Aðspurður sagði Speker að mikilvægt væri að halda í gleðina fyrir dvalargesti. Þörfin fyrir hamingju og léttleika hefði aldrei verið brýnni en nú og það hafi verið vinnan hans sem og forréttindi að geta lagt hönd á plóg hvað það varðar. Greint er frá þessu á fréttavef Good News Network en Robert Speker deildi færslu með myndunum á Facebook á dögunum.  

Þau endurgerðu plötuumslög frá listamönnum á borð við Adele og plötu hennar 21, The Clash og London Calling, Blink 182 og Enema of the State, Talor Swift og 1989, og Aladdin Sane frá David Bowie þar sem eldri kona að nafni Roma Cohen klæddi sig upp sem sögulegur karakter Bowies, Ziggy Stardust.

Myndatakan hefur vakið mikla athygli og hafa margir sótt eftir því að kaupa dagatal með öllum myndunum. Speker er búinn að setja upp GoFundMe herferð þar sem myndirnar verða seldar til þess að styrkja hjúkrunarheimili, og hafa þau nú þegar safnað 1000 pundum eða tæplega 180 þúsund íslenskum krónum.

Frumlegt og skemmtilegt framtak sem hefur eflaust veitt fyrirsætum myndanna mikla gleði.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman