Hvað hafa Íslendingar lært af 2020?

Stöndum saman | 17. júlí 2020

Hvað hafa Íslendingar lært af 2020?

Nú er árið 2020 meira en hálfnað og óhætt að segja að það hafi verið óvanalegt og eflaust mörgum lærdómsríkt. Nú þegar hversdagsleiki okkar er orðinn annasamari en fyrr á árinu fannst mér svolítið áhugavert að spyrja nokkra einstaklinga í kringum mig: Hvað myndirðu segja að þú hefðir lært mest af 2020 hingað til?

Hvað hafa Íslendingar lært af 2020?

Stöndum saman | 17. júlí 2020

Samsett ljósmynd

Nú er árið 2020 meira en hálfnað og óhætt að segja að það hafi verið óvanalegt og eflaust mörgum lærdómsríkt. Nú þegar hversdagsleiki okkar er orðinn annasamari en fyrr á árinu fannst mér svolítið áhugavert að spyrja nokkra einstaklinga í kringum mig: Hvað myndirðu segja að þú hefðir lært mest af 2020 hingað til?

Nú er árið 2020 meira en hálfnað og óhætt að segja að það hafi verið óvanalegt og eflaust mörgum lærdómsríkt. Nú þegar hversdagsleiki okkar er orðinn annasamari en fyrr á árinu fannst mér svolítið áhugavert að spyrja nokkra einstaklinga í kringum mig: Hvað myndirðu segja að þú hefðir lært mest af 2020 hingað til?

Svörin voru fjölbreytt og mjög áhugaverð en að mörgu leyti svipuð í kjarnann. Það er greinilegt að margir hafa tileinkað sér jákvæðni og núvitund ásamt fróðleik og upplýsingum. Mig langar til þess að deila þessum svörum með ykkur.

Helga Hvanndal landvörður

„Kannski er 2020 góð áminning um að njóta þess staðar sem maður er á og alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Til dæmis að nota og borða afurðir úr nærumhverfinu sem þarf ekki að flytja yfir hálfan hnöttinn, sem maður sá svo greinilega þegar flutningasamgöngur lágu niðri, og að vera meira á stað og stund í núinu.“

Helga Hvanndal, landvörður.
Helga Hvanndal, landvörður. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Gunnarsson, útvarpsmaður, dagskrár- og tónlistarstjóri K100

„Að lífið eins og maður þekkir það er ekki sjálfsagt. Og það þarf ekki alltaf að vera með allt á fullu til þess að hafa gaman og líða vel.“

Siggi Gunnarsson, útvarpsmaður, dagskrár- og tónlistarstjóri K100.
Siggi Gunnarsson, útvarpsmaður, dagskrár- og tónlistarstjóri K100. Ljósmynd/K100

Katrín Eyjólfsdóttir, dansari og nemi í San Francisco

„Eiginlega bara að ekkert er sjálfgefið.“

Katrín Eyjólfsdóttir , dansari og nemi í San Francisco.
Katrín Eyjólfsdóttir , dansari og nemi í San Francisco. mbl.is/Styrmir Kári

Sandra Björg Helgadóttir, athafnakona og þjálfari

„Sennilega hvað maður hefur í raun litla stjórn yfir lífinu í stóra samhenginu og hvað það er mikilvægt að sjá það góða í öllum aðstæðum sem verða á vegi manns.“

Sandra Björg Helgadóttir, athafnakona og þjálfari.
Sandra Björg Helgadóttir, athafnakona og þjálfari. Ljósmynd/Helgi Ómarsson

Guðrún Kjartansdóttir, lyfjafræðingur og framlínustarfsmaður

„Ekkert kemur lengur á óvart! Ekkert er nokkurn tímann fyrirséð og ekkert ætti lengur að koma okkur á óvart. Því er svo mikilvægt að njóta augnabliksins og koma vel fram.“

Guðrún Kjartansdóttir, lyfjafræðingur og framlínustarfsmaður.
Guðrún Kjartansdóttir, lyfjafræðingur og framlínustarfsmaður. Ljósmynd/Aðsend

Kristjana Margrét Kristjánsdóttir, fyrrverandi skólastjóri

„Mikilvægt að fara eftir reglum. Fara eftir því sem fræðin og fræðimennirnir segja. Upplifa að svona veirur eru raunverulegar og geta gert mikinn skaða. Að eiga góða fjölskyldu sem hjálpast að er ómetanlegt.“

Kristjana Margrét Kristjánsdóttir, fyrrverandi skólastjóri.
Kristjana Margrét Kristjánsdóttir, fyrrverandi skólastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Agnar Hansson, verðbréfasali

„Allt getur gerst!“

Agnar Hansson, verðbréfasali.
Agnar Hansson, verðbréfasali.

Æðibit­inn DJ Dóra Júlía finn­ur ljósa punkt­inn í til­ver­unni og flyt­ur góðar frétt­ir reglu­lega yfir dag­inn í út­varp­inu og á vefn­um í sam­starfi við Æðibita.  

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman